Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 21:20 Kærustuparið Amanda Halse og Patrick Cushing voru á meðal þeirra tuttugu sem létust í slysinu í New York í gær. Vísir/AP Eðalvagn, sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki í gær með þeim afleiðingum að tuttugu létust, stóðst ekki öryggisprófanir og hefði ekki átt að vera í umferð, að sögn Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York. Þá hafði bílstjóri bifreiðarinnar ekki tilskilin réttindi til að aka henni. Slysið varð með þeim hætti að eðalvagninum var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni. Tveir létu lífið er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Í eðalvagninum voru m.a. tvenn nýgift hjón og fjórar systur. Fólkið var á aldrinum 30-35 ára og var á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar. Cuomo sagði á blaðamannafundi í dag að eðalvagninn hefði hlotið falleinkunn í öryggisprófunum í september. Bílstjórinn hafi jafnframt ekki haft tilskilið leyfi til að aka eðalvagninum með farþega. Þá tjáði Cuomo blaðamönnum að yfirvöld hygðust fara fram á vinnustöðvun á hendur fyrirtækinu Prestige Limo, sem gerði út umræddan eðalvagn, þangað til rannsókn á slysinu lyki.Á meðal hinna látnu eru hjónin Amy og Axel Steenburg sem gengu í það heilaga í júní síðastliðnum. Farþegar í eðalvagninum voru að halda upp á þrítugsafmæli Amy þegar slysið varð. Þrjár systur Amy; Abigail, Mary og Allison, létust einnig. Þá létust hjónin Erin og Shane McGowan, sem einnig giftu sig í júní, í slysinu. Frekari umfjöllun um hina látnu má nálgast á vef BBC. Greint var frá því í dag að íbúar á svæðinu þar sem slysið varð hafi lengi kvartað yfir veginum við slysstað. Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Eðalvagn, sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki í gær með þeim afleiðingum að tuttugu létust, stóðst ekki öryggisprófanir og hefði ekki átt að vera í umferð, að sögn Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York. Þá hafði bílstjóri bifreiðarinnar ekki tilskilin réttindi til að aka henni. Slysið varð með þeim hætti að eðalvagninum var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni. Tveir létu lífið er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Í eðalvagninum voru m.a. tvenn nýgift hjón og fjórar systur. Fólkið var á aldrinum 30-35 ára og var á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar. Cuomo sagði á blaðamannafundi í dag að eðalvagninn hefði hlotið falleinkunn í öryggisprófunum í september. Bílstjórinn hafi jafnframt ekki haft tilskilið leyfi til að aka eðalvagninum með farþega. Þá tjáði Cuomo blaðamönnum að yfirvöld hygðust fara fram á vinnustöðvun á hendur fyrirtækinu Prestige Limo, sem gerði út umræddan eðalvagn, þangað til rannsókn á slysinu lyki.Á meðal hinna látnu eru hjónin Amy og Axel Steenburg sem gengu í það heilaga í júní síðastliðnum. Farþegar í eðalvagninum voru að halda upp á þrítugsafmæli Amy þegar slysið varð. Þrjár systur Amy; Abigail, Mary og Allison, létust einnig. Þá létust hjónin Erin og Shane McGowan, sem einnig giftu sig í júní, í slysinu. Frekari umfjöllun um hina látnu má nálgast á vef BBC. Greint var frá því í dag að íbúar á svæðinu þar sem slysið varð hafi lengi kvartað yfir veginum við slysstað.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00