Innlent

Langanesbyggð ósátt við VÍS

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.
Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Fréttablaðið/Pjetur
Sveitarstjórn Langanesbyggðar segist harma ákvörðun VÍS um að loka starfsstöðvum á landsbyggðinni.

„Þrátt fyrir þá mikilvægu breytingu sem í ljósleiðaravæðingu landsbyggðarinnar felst þá virðist hjá stjórnendum sumra stórfyrirtækja þess misskilnings gæta að best sé að safna sem flestu starfsfólki undir eitt þak og þá helst á dýrasta stað, í höfuðborg landsins, frekar en að gera fólki alls staðar að af landinu kleift að sinna viðkomandi störfum,“ segir sveitarstjórnin. Þau skoða möguleika á að segja upp samningi við VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×