Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2018 08:38 Tími Thersesu May sem leiðtoga Íhaldsflokksins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur þurft að glíma við nær stanslausa uppreisn vegna Brexit. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker. Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Að minnsta kosti fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir tilbúnir að greiða atkvæði gegn mögulegum samningi ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr Evrópusambandinu ef þeir telja hann ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við sambandið. Steve Baker, þingmaður Íhaldsflokksins, fullyrti að tugir félaga hans myndu ekki samþykkja samning sem gerði ráð fyrir að Bretlandi héldi áfram í Evrópusamstarfinu að einhverju leyti, þar á meðal innri markaði ESB eða tollabandalagi þess. Baker var áður aðstoðarráðherra í Brexit-málum en sagði af sér til að mótmæla tillögum May.Reuters-fréttastofan segir að ef fjörutíu þingmenn Íhaldsflokksins gengju úr skaftinu við atkvæðagreiðslu um mögulegan Brexit-samning í þinginu yltu örlög hans á þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir hafa gefið til kynna að þeir myndu fella samning sem May bæri á borð fyrir þá. May hefur lagt til að Bretland haldi áfram í fríverslun við Evrópusambandið með því að gangast undir sameiginlegar reglur. Bretar myndu jafnframt taka þátt í Evrópustofnunum sem votta vörur. Þær tillögur hafa farið öfugt ofan í harðlínumenn í Íhaldsflokki hennar. Sumir þeirra hafa jafnvel talað fyrir því að Bretar gangi úr sambandinu án þess að nokkur samningur liggi fyrir, þar á meðal Baker. „Við myndum þurfa að vera óhrædd við að halda áfram án samnings,“ segir Baker.
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00