„Hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 11:30 Karítas Ósk var í viðtali við Sindra Sindrason í síðasta þætti af Fósturbörnum. „Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri. Fósturbörn Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
„Ég er ekki í bandi við þau. Ég er ótrúlega heppin, ég á stjúppabba, ég á fósturforeldra, ég á ótrúlega mikið af vinum og yndislegu fólki,“ segir Karítas Ósk Þorsteinsdóttir. Saga Karítasar var sögð í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Karítas var tekin í fóstur þegar hún var komin vel yfir unglingsaldur og telur að það hafi verið allt of seint. Hún er ekki í neinu sambandi við foreldra sína. „Ég í raun og veru þarf ekki að vera í bandi við þau en innst inni þá býr alltaf hugmyndin um það að eiga mömmu og pabba. Sem barn var ég alltaf að vona að einn daginn myndu foreldrar mínir hætta að vera svona við mig, taka utan um mig og segja að þetta verði allt í lagi. Í raun og veru fer ég í fóstur rosalega seint og ég hugsaði þegar hún var að lemja mig að einhver myndi koma og taka mig úr þessum aðstæðum. Svo skildi ég ekki af hverju hún gerði þetta við mig, en ekki hina.“ Karítas efast um að samband sitt við foreldrana muni nokkurn tímann batna.Þetta verður ekki alltaf svona „Þetta hefur alltaf verið svona. Blóðpabbi minn er útlenskur og ég held að það verði aldrei nein samskipti þannig. Það mynduðust aldrei nein tengsl, en vonandi einn daginn.“ Hún hefur ákveðin skilaboð til barna sem eru í sömu stöðu og hún var í. „Þetta verður ekki alltaf svona. Þegar maður er svona ungur þá upplifir maður eins og heimurinn sé bara búinn og þetta verði alltaf svona.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.Sindri Sindrason heldur áfram að kynna sér fósturkerfið á Íslandi í þáttunum Fósturbörn. Hann heyrir sögur foreldra sem hafa misst börn sín frá sér og eru allt annað en sáttir við starfsfólk barnaverndarnefnda og fólkinu sem tekur við börnunum og hræðist ekkert meira en að þau fari til baka. Hann kynnist líka fólki sem vill ekkert með kynforeldra sína hafa, syrgir jafnvel ekki dauða þeirra og heyri lýsingu fólks á því hvaða áhrif það hafði á þau að vera tekin af foreldrum sínum á unga aldri.
Fósturbörn Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira