Einungis fimm þúsund miðar seldir á leikinn gegn Sviss Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2018 20:15 Klara var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/skjáskot Miðasala á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku hefur farið hægt af stað. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2013 að það selst ekki upp einn, tveir og bingó á leik hjá karlalandsliðinu. „Á síðustu vináttulandsleikjum í júní gekk miðasalan hægt framan af og við vonum að það sé eins með þennan leik. Að hún fari hægt af stað en taki kipp þegar líða fer að leiknum,” sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ. „Auðvitað er byrjað að kólna. Haustið er byrjað að stríða okkur. Kannski bíða menn eftir að sjá hvernig viðrar en við erum að fá frábært lið í heimsókn. Það er búið að vera stígandi hjá okkur eftir HM.” „Við fengum skell en svo var stígandi í þessum eina leik ef svo er hægt að segja. Erfiður leikur framundan en vonandi munum við spýta í lófana og selja hvert einasta sætið á vellinum.” Laugardalsvöllur tekur um níu þúsund manns í sæti en á leikinn gegn Sviss í næstu viku hafa selst fimm þúsund miðar. „Það eru fimm þúsund miðar farnir út. Það eru fimm þúsund manns sem eru búnir að lýsa yfir þeim áhuga að koma á leikinn sama hvernig viðrar. Því ber auðvitað að fagna. Dýrustu miðarnir eru að fara fyrst, þeir sem eru næst miðju, og það eru væntanlega gallharðir stuðningsmenn sem mæta.” Klara er viss um að það seljist upp því hún segir að hver fari að verða síðastur til að sjá fótbolta á íslenskri grundu þetta árið. „Já, það þýðir ekkert annað. Við erum með heimklassa leikmenn við sjálf og við eigum að mæta til að horfa á okkar lið. Við erum að fá skemmtilegt lið í heimsókn og næst síðasti landsleikur ársins. U21-árs liðið á tvo leiki eftir svo það fer hver að vera síðastur að horfa á leik hér heimi á þessu ári.” Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Miðasala á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni í fótbolta í næstu viku hefur farið hægt af stað. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2013 að það selst ekki upp einn, tveir og bingó á leik hjá karlalandsliðinu. „Á síðustu vináttulandsleikjum í júní gekk miðasalan hægt framan af og við vonum að það sé eins með þennan leik. Að hún fari hægt af stað en taki kipp þegar líða fer að leiknum,” sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ. „Auðvitað er byrjað að kólna. Haustið er byrjað að stríða okkur. Kannski bíða menn eftir að sjá hvernig viðrar en við erum að fá frábært lið í heimsókn. Það er búið að vera stígandi hjá okkur eftir HM.” „Við fengum skell en svo var stígandi í þessum eina leik ef svo er hægt að segja. Erfiður leikur framundan en vonandi munum við spýta í lófana og selja hvert einasta sætið á vellinum.” Laugardalsvöllur tekur um níu þúsund manns í sæti en á leikinn gegn Sviss í næstu viku hafa selst fimm þúsund miðar. „Það eru fimm þúsund miðar farnir út. Það eru fimm þúsund manns sem eru búnir að lýsa yfir þeim áhuga að koma á leikinn sama hvernig viðrar. Því ber auðvitað að fagna. Dýrustu miðarnir eru að fara fyrst, þeir sem eru næst miðju, og það eru væntanlega gallharðir stuðningsmenn sem mæta.” Klara er viss um að það seljist upp því hún segir að hver fari að verða síðastur til að sjá fótbolta á íslenskri grundu þetta árið. „Já, það þýðir ekkert annað. Við erum með heimklassa leikmenn við sjálf og við eigum að mæta til að horfa á okkar lið. Við erum að fá skemmtilegt lið í heimsókn og næst síðasti landsleikur ársins. U21-árs liðið á tvo leiki eftir svo það fer hver að vera síðastur að horfa á leik hér heimi á þessu ári.”
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19 Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00 Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00 Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30 Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Strákarnir æfðu í rjómablíðu í Frakklandi Allir leikmenn íslenska landsliðsins fyrir utan Emil Hallfreðsson tóku þátt í æfingu liðsins í Saint-Brieuc í morgun. 9. október 2018 10:19
Rúnar Már: Líklega misst af lestinni að komast í enska boltann Rúnar Már S. Sigurjónsson hefur staðið sig vel með Grasshopper í Sviss og er orðinn fyrirliði liðsins. Hann er nú mættur með landsliðinu til Frakklands með sjálfstraustið í góðu standi. 9. október 2018 10:00
Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum. 9. október 2018 14:00
Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag. 9. október 2018 15:30
Hamrén í ítarlegu viðtali: Það var gott að deila því hvernig mér leið Erik Hamrén landsliðsþjálfari settist niður með blaðamanna Vísis í Frakklandi í dag og fór yfir fyrstu vikurnar í starfi sem hafa ekki verið auðveldar. 9. október 2018 19:30