Kim Larsen látinn Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 09:37 Kim Larsen á sviði Visir/getty Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans: Andlát Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans:
Andlát Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira