Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga Höskuldur Kári Schram og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 30. september 2018 21:00 Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna. Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun. Byggingamarkaðurinn hefur verið í mikilli uppsveiflu á undanförnum árum og sú grein hagkerfisins sem hefur vaxið hvað hraðast samkvæmt greiningu Samtaka Iðnaðarins. Í vor voru rúmlega 4.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir því að tæplega 7.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á næstu misserum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum segir að uppgangurinn sér svipaður og var á árunum fyrir hrun. „Við munum það auðvitað öll að í síðasta upphlaupi var töluvert mikið af gallamálum í nýbyggingum. Það var oft rætt um það á milli okkar sem að sérhæfum okkur í gallamálum að það væri sirka 30 % af því sem var byggt þá gallað,” segir Guðfinna Jóhanna lögfræðingur. Guðfinna segir viðbúið að gallamálum muni fjölga á næstu árum en það taki venjulega um eitt til þrjú ár fyrir galla að koma í ljós. En er einhver ástæða til þess að óttast að þetta verði í dag jafn slæmt eins og það var á árunum fyrir hrun? „Það er náttúrulega spurning. Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? Það var auðvitað mikið byggt í síðustu uppsveiflu og við erum að byggja ansi hratt núna. Þannig það er í rauninni ekkert svona sem gefur það til kynna að gallamálin verði eitthvað færri núna heldur en var síðast. En það á auðvitað eftir að koma í ljós,” segir Guðfinna. Guðfinna segir að staða kaupenda sé í raun verri í dag en hún var á árunum fyrir hrun en fyrningarfresturvegna gallamála var styttur úr tíu árum í fjögur ár árið 2007. „Auðvitað hefur staðan versnað vegna þess að nýbyggingar eiga að vera í lagi og það að breyta fyrningarfrestinum úr tíu árum í fjögur að það hefur auðvitað skert hagsmuni kaupenda á nýbyggingum,” segir Guðfinna.
Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira