Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2018 17:15 Kynlífsdúkka sem var skilin eftir í innbrotinu í Adam og Evu í morgun. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bílinn, sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík snemma í morgun, í bílastæði við Glæsibæ upp úr klukkan þrjú í dag. Innbrotsþjófarnir tveir bökkuðu bílnum ítrekað á inngang verslunarinnar, fóru inn og stálu þar kynlífsdúkku úr versluninni auk annars varning og óku á brott. Átti þetta sér stað um klukkan hálf sex í morgun. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að kynlífsdúkkan hefði verið í bílnum þegar hann fannst við Glæsibæ fyrr í dag. Hann segir innbrotsþjófana ófundna og ekki sé vitað hvort um sé að ræða tvær konur eða konu og mann. Hann segir lögregluna í raun engu vísari um hverjir voru að verki. Kynferði þjófanna liggur ekki fyrirÍ frétt Vísis í morgun, þar sem sagði af þessu harkalega innbroti, var staðhæft að um tvær stúlkur væri að ræða. Það byggði á því að ekki verður betur séð; þá er einstaklingur sem augljóslega virðist vera stúlka, kom í ofboði út úr búðinni og dröslaði með sér silikon-dúkkunni, henti henni í götuna meðan hún reyndi að opna stórskemmdan bílinn til að koma dúkkunni þar inn.Þegar betur er rýnt í myndbandið, sem hefur vakið gríðarlega athygli, gæti hinn aðilinn hæglega verið drengur en sá eða sú hylur andlit sitt íklædd hettupeysu. Eru vangaveltur uppi um þetta víða á internetinu, meðal annars í athugasemdakerfi undir frumfrétt af málinu. En, sem fyrr sagði er ekki vitað hverjir voru að verki. Bíllinn, sem er af gerðinni Hyundai i10, var á stolnum númerum að sögn Jóhanns. Hann segir lögreglu eiga eftir að kanna hvort eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu þar sem bíllinn var skilinn eftir við Glæsibæ og hvort þjófarnir séu á því myndefni. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér sílikon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Jóhann Karl gat aðeins staðfest að svo stöddu að kynlífsdúkkan væri fundin, en óvíst sé um annað þýfi. Tengdar fréttir Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bílinn, sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík snemma í morgun, í bílastæði við Glæsibæ upp úr klukkan þrjú í dag. Innbrotsþjófarnir tveir bökkuðu bílnum ítrekað á inngang verslunarinnar, fóru inn og stálu þar kynlífsdúkku úr versluninni auk annars varning og óku á brott. Átti þetta sér stað um klukkan hálf sex í morgun. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að kynlífsdúkkan hefði verið í bílnum þegar hann fannst við Glæsibæ fyrr í dag. Hann segir innbrotsþjófana ófundna og ekki sé vitað hvort um sé að ræða tvær konur eða konu og mann. Hann segir lögregluna í raun engu vísari um hverjir voru að verki. Kynferði þjófanna liggur ekki fyrirÍ frétt Vísis í morgun, þar sem sagði af þessu harkalega innbroti, var staðhæft að um tvær stúlkur væri að ræða. Það byggði á því að ekki verður betur séð; þá er einstaklingur sem augljóslega virðist vera stúlka, kom í ofboði út úr búðinni og dröslaði með sér silikon-dúkkunni, henti henni í götuna meðan hún reyndi að opna stórskemmdan bílinn til að koma dúkkunni þar inn.Þegar betur er rýnt í myndbandið, sem hefur vakið gríðarlega athygli, gæti hinn aðilinn hæglega verið drengur en sá eða sú hylur andlit sitt íklædd hettupeysu. Eru vangaveltur uppi um þetta víða á internetinu, meðal annars í athugasemdakerfi undir frumfrétt af málinu. En, sem fyrr sagði er ekki vitað hverjir voru að verki. Bíllinn, sem er af gerðinni Hyundai i10, var á stolnum númerum að sögn Jóhanns. Hann segir lögreglu eiga eftir að kanna hvort eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu þar sem bíllinn var skilinn eftir við Glæsibæ og hvort þjófarnir séu á því myndefni. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér sílikon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Jóhann Karl gat aðeins staðfest að svo stöddu að kynlífsdúkkan væri fundin, en óvíst sé um annað þýfi.
Tengdar fréttir Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51