Huawei atast í Apple Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 09:15 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vísir/Stöð 2 Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple setti nýjustu snjallsíma sína, iPhone XS og XS Max, í sölu í gær. Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Apple víða um heim líkt og þegar fyrri iPhone-símar hafa komið á markað. Vaskir starfsmenn kínverska tæknifyrirtækisins Huawei tóku sig til og afhentu tilvonandi iPhone-kaupendum gefins hleðslukubba í Singapúr. „Hérna er hleðslukubbur. Þú munt þurfa á honum að halda. Í boði Huawei,“ stóð á pakkningunni sem starfsmennirnir afhentu og skaut fyrirtækið þannig á rafhlöðuendingu snjallsíma Apple sem Huawei telur greinilega of litla. Fyrirtækið sagði í orðsendingu til tæknimiðilsins CNET að uppátækið mætti rekja til þess að fyrirtækið hefði einfaldlega viljað sýna þeim sem biðu úti undir berum himni í langan tíma stuðning. Huawei var með svipað uppátæki í Lundúnum. Þar lagði fyrirtækið bifreið, skreyttri teikningu af rafhlöðu sem á stóð „djús sem endist“. Að auki mátti finna mynd af epli sem búið var að krossa yfir og undir stóð „ekki ein arða af eplum“. Rafhlaða iPhone XS er 2.658mAh. Til samanburðar er rafhlaða P20 Pro, síðasta flaggskipssíma Huawei, 4.000mAh og rafhlaða Samsung Galaxy S9 3.000 mAh. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Huawei skýtur á Apple fyrir rafhlöðuendingu. Í auglýsingu fyrir P20 Pro í vikunni var slíkt hið sama gert. Aukinheldur þakkaði Huawei Apple eftir kynningu síðarnefnda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum fyrir að „halda öllu í sama horfi“ og fyrir að leyfa kínverska fyrirtækinu að verða „hetja ársins“. Með fylgdi dagsetning komandi kynningar Huawei, 16. október 2018. Önnur fyrirtæki hafa skotið á Apple í kringum kynningar nýrra síma þeirra undanfarin ár. Ber þar einna helst að nefna hinn risann á snjallsímamarkaði Vesturlanda, Samsung. Nú síðast í maí nýtti Samsung sér reiði iPhone-eigenda vegna ákvörðunar Apple um að hægja á eldri símum, til að bæta rafhlöðuendingu, og hvatti þá til að „uppfæra“ í Samsung-síma. Markaðshlutdeild Samsung á heimsvísu var 20,9 prósent á síðasta ársfjórðungi. Apple var með 12,1 prósent og Huawei 15,8 prósent samkvæmt Statista. Í Bandaríkjunum var aðra sögu að segja. Apple hafði 28 prósent, Samsung 31 prósent og Huawei var hvergi að finna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira