Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni.
Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni.
Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu.
Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í.
Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni.
Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.
Tiger Woods er snúinn aftur með sínum áttugasta sigri á PGA
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn
