Þjóð á krossgötum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. september 2018 08:00 Bókin talar inn í nútímann og framtíðina, segir Guðrún Nordal um verk sitt Skiptidaga. Fréttablaðið/Ernir Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð er bók eftir Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Árnastofnunar. Verkið er ferðalag höfundar um sögu Íslands og bókmenntir þjóðarinnar. „Ég fjalla um tímana sem við lifum, hugmyndir okkar um Ísland og sögurnar sem við segjum af sjálfum okkur. Við finnum öll að við lifum mikið breytingaskeið, stórstígar og hraðar breytingar á tækni, samfélagsgerð og auðvitað umhverfi okkar. Titillinn Skiptidagar vísar í að við stöndum á krossgötum, sem er reyndar eftirsóknarverður staður, því að þá er hægt að velja nýja leið. Við þurfum þá að spyrja hverju við skiptum út, hvað eigi að koma í staðinn og hvað af því sem hefur fylgt okkur gegnum aldirnar geti orðið nesti fyrir nýja kynslóð,“ segir Guðrún.Frjáls hugleiðing Bókin er persónuleg og Guðrún segir að sig hafi langað til að skrifa hana sem frjálsa hugleiðingu. „Ég fer í gegnum söguna, allt frá landnámi, rökræði og spyr spurninga jafnharðan. Til að fá jarðtengingu leyfi ég mér blanda mínu fólki inn í söguna, sem tengingu við fortíð sem var lengi mjög óbreytt. Almenningur bjó við þröngar aðstæður um aldir og hafði litla möguleika til að breyta þeim. Svo varð þessi mikla bylting rétt fyrir þarsíðustu aldamót þegar möguleikar opnuðust fyrir fólk að hreyfa sig úr stað og margir völdu þá hreinlega að flytja vestur um haf í leit að nýjum tækifærum. Langafi minn var einn þeirra. Mörg eigum við afa og ömmur sem fæddust í gamla tímanum sem virðist svo fjarlægur. Ég var svo heppin að þekkja afa mína og ömmur og ég nota sögu þeirra, sem hægt er að heimfæra upp á hvern einasta Íslending, sem millistykki milli gamla tímans og nútíðarinnar.Nauðsynlegt að segja margar sögur Guðrún segir að nauðsynlegt sé að leyfa fleiri frásögnum að hljóma en venjulega er gert þegar við hugsum um fortíðina en ekki síður samtímann. „Ef við segjum margar sögur og drögum fram alls konar sjónarhorn hugsum við breiðar og dýpra um það hvaðan við komum – og hvert við erum að fara. Það kennir okkur líka ákveðna hógværð og kemur í veg fyrir að við hreykjum okkur um of. Þá munum við líka átta okkur betur á því að í gegnum aldirnar vorum við í rauninni öll að berjast við að komast í gegnum lífið. Í einum kaflanum fjalla ég til dæmis um að það blasti alls ekki við að við skyldum yfirleitt lifa af, sérstaklega á 18. öld. Þar nota ég bókina Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson sem útgangspunkt. Í henni er merkileg greining á mannfjölda og aðstæðum og hörmungum sem þjóðin gekk í gegnum, en einnig fjallað um mikilvægi þess að vinna sig út úr þeim. Bókin talar inn í nútímann og framtíðina og í því sambandi legg ég áherslu á þekkingarsköpun í víðum skilningi og sköpunarkraft sem hefur skipt miklu máli í lífi okkar hér á þessari litlu eyju. Með því að draga þetta upp á persónulegan og vonandi snarpan hátt vona ég að ég nái að tengja við lesendur þannig að þeir hugleiði og rökræði skiptidagana sem við lifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð er bók eftir Guðrúnu Nordal, prófessor og forstöðumann Árnastofnunar. Verkið er ferðalag höfundar um sögu Íslands og bókmenntir þjóðarinnar. „Ég fjalla um tímana sem við lifum, hugmyndir okkar um Ísland og sögurnar sem við segjum af sjálfum okkur. Við finnum öll að við lifum mikið breytingaskeið, stórstígar og hraðar breytingar á tækni, samfélagsgerð og auðvitað umhverfi okkar. Titillinn Skiptidagar vísar í að við stöndum á krossgötum, sem er reyndar eftirsóknarverður staður, því að þá er hægt að velja nýja leið. Við þurfum þá að spyrja hverju við skiptum út, hvað eigi að koma í staðinn og hvað af því sem hefur fylgt okkur gegnum aldirnar geti orðið nesti fyrir nýja kynslóð,“ segir Guðrún.Frjáls hugleiðing Bókin er persónuleg og Guðrún segir að sig hafi langað til að skrifa hana sem frjálsa hugleiðingu. „Ég fer í gegnum söguna, allt frá landnámi, rökræði og spyr spurninga jafnharðan. Til að fá jarðtengingu leyfi ég mér blanda mínu fólki inn í söguna, sem tengingu við fortíð sem var lengi mjög óbreytt. Almenningur bjó við þröngar aðstæður um aldir og hafði litla möguleika til að breyta þeim. Svo varð þessi mikla bylting rétt fyrir þarsíðustu aldamót þegar möguleikar opnuðust fyrir fólk að hreyfa sig úr stað og margir völdu þá hreinlega að flytja vestur um haf í leit að nýjum tækifærum. Langafi minn var einn þeirra. Mörg eigum við afa og ömmur sem fæddust í gamla tímanum sem virðist svo fjarlægur. Ég var svo heppin að þekkja afa mína og ömmur og ég nota sögu þeirra, sem hægt er að heimfæra upp á hvern einasta Íslending, sem millistykki milli gamla tímans og nútíðarinnar.Nauðsynlegt að segja margar sögur Guðrún segir að nauðsynlegt sé að leyfa fleiri frásögnum að hljóma en venjulega er gert þegar við hugsum um fortíðina en ekki síður samtímann. „Ef við segjum margar sögur og drögum fram alls konar sjónarhorn hugsum við breiðar og dýpra um það hvaðan við komum – og hvert við erum að fara. Það kennir okkur líka ákveðna hógværð og kemur í veg fyrir að við hreykjum okkur um of. Þá munum við líka átta okkur betur á því að í gegnum aldirnar vorum við í rauninni öll að berjast við að komast í gegnum lífið. Í einum kaflanum fjalla ég til dæmis um að það blasti alls ekki við að við skyldum yfirleitt lifa af, sérstaklega á 18. öld. Þar nota ég bókina Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson sem útgangspunkt. Í henni er merkileg greining á mannfjölda og aðstæðum og hörmungum sem þjóðin gekk í gegnum, en einnig fjallað um mikilvægi þess að vinna sig út úr þeim. Bókin talar inn í nútímann og framtíðina og í því sambandi legg ég áherslu á þekkingarsköpun í víðum skilningi og sköpunarkraft sem hefur skipt miklu máli í lífi okkar hér á þessari litlu eyju. Með því að draga þetta upp á persónulegan og vonandi snarpan hátt vona ég að ég nái að tengja við lesendur þannig að þeir hugleiði og rökræði skiptidagana sem við lifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira