Sóknarfæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun