Sóknarfæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. september 2018 07:00 Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Krabbamein má annaðhvort rekja til gena sem orðið hafa fyrir skemmdum vegna krabbameinsvaldandi efna, eða til handahófskenndra mistaka sem eiga sér stað þegar gen eru afrituð við frumuskiptingu. Þekking okkar, framfarir og tækni eru ljóslega vanmáttug vopn gegn gerræði náttúrunnar. Þannig munum við aldrei útrýma krabbameini, ekki nema með því að raska þeim eiginleikum í líffræði okkar sem eru forsenda velgengni okkar sem tegundar. Krabbamein verður hluti af veruleika okkar svo lengi sem við höldum áfram að fjölga okkur, verða eldri og læknast af sárum okkar. Baráttan við krabbamein snýst því um forvarnir, skaðaminnkun og bætta umönnun og meðferð fyrir þá sem kljást við sjúkdóminn. Á dögunum birti Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) spá sína um þróun krabbameins í heiminum. Samkvæmt spánni mun krabbamein draga um tíu milljónir manna til dauða á þessu ári og ný tilfelli krabbameins verða rúmlega 18 milljónir. Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum sex konum munu fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Jákvæða punkta er að finna í skýrslu IARC, þó svo að sérfræðingar stofnunarinnar dragi sannarlega upp dökka mynd af stöðu mála. Gríðarstór skref hafa verið tekin í nútíma læknisfræði í meðhöndlun krabbameins á undanförnum árum. Þetta eru framfarir sem byggja á þrotlausri vísindavinnu síðustu áratuga. Í skýrslunni er jafnframt að finna mikilvæga áminningu um þau sóknarfæri sem óvirkjuð eru í forvörnum og skaðaminnkun; þeirri hlið krabbameins sem ekki er endilega háð hlutkesti náttúrunnar. IARC bendir á að hægt er að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur til tveggja af hverjum fimm krabbameinstilfellum á Vesturlöndum með því að stuðla að breyttum lífsstíl og lágmarka þætti í umhverfinu sem valdið geta krabbameini. Þetta er í samræmi við mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um að hægt sé að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinum. Til að stuðla að bættum forvörnum og löngu tímabærri vitundarvakningu um krabbamein þarf samstillt átak á öllum stigum samfélagsins. Hér á landi bíðum við enn eftir því að endanleg krabbameinsáætlun komist til framkvæmda. Sú vinna er langt á veg komin, en það síðasta sem heyrðist um krabbameinsáætlun til ársins 2020 var í júlí í fyrra þegar tillögur ráðgjafarhóps voru birtar. Engum dylst að hér á landi eru meiriháttar sóknarfæri til staðar. Við vorum lengi vel í fremstu röð við greiningu krabbameina og búum að einhverri ítarlegustu krabbameinsskrá sem fyrirfinnst. Um leið er hér að finna fagfólk mikið í sínum fræðum og öflug sjúklingasamtök. Þá eigum við gríðarlegt safn erfðaupplýsinga sem bíða hagnýtingar í þágu þeirra sem bera stökkbreytingu í erfðum sínum sem auka verulega líkur á banvænu krabbameini. Hér á landi eru raunveruleg sóknarfæri til staðar. Ekki aðeins tækifæri í formi reynslu, þekkingar og gagnasafna, heldur einnig sóknarfæri sem grundvallast á upplifun lítils samfélags þar sem hvert og eitt ótímabært dauðsfall er ekki aðeins harmleikur, heldur eitthvað sem snertir okkur enn dýpra. Við skuldum afkomendum okkar, og þeim sem háð hafa baráttu við krabbamein, það að nýta þessi tækifæri til hins ýtrasta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar