Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. september 2018 11:54 Keir Starmer, talsmaður Verkamannafloksins í málefnum tengdum Brexit. https://www.keirstarmer.com/parliament/ Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018 Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40