Mengandi úrgangsefni eru enn á lóð United Silicon Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. september 2018 18:45 Mengandi úrgangsefni eru enn á lóð United Silicon í Helguvík, átta mánuðum eftir að verksmiðjan hætti rekstri. Eftirlit á vegum Umhverfisstofnunar er enn haldið áfram á meðan verksmiðjan hefur starfsleyfi en er mun umfangsminna. Nýtt félag EM0117, dótturfélag Arion banka, tók við þrotabúi Sameinaðs Silicons í mars og tók þar með yfir starfsleyfi og losunarleyfi verksmiðjunnar. Þremur dögum fyrir gjaldþrot verksmiðju United Silicon, í janúar, tók Umhverfisstofnun afstöðu til úrbótaáætlunar félagsins, vegna útistandandi frávika, sem voru áberandi á stuttu starfstíma verksmiðjunnar. Áætlunin miðaði við að ýmsum úrbótum er varðaði geymslu hráefna til vinnslunnar, ráðstöfunar framleiðsluúrgangs og frágangi lóðar áður en verksmiðjan yrði gangsett að nýju sem er ekki heimilt nema með skriflegri heimild Umhverfisstofnunar. Átta mánuðir eru síðan United Silicon fór í gjaldþrot og síðan þá hefur lítil sem engin starfsemi verið á svæðinu og óvíst hvenær og þá hvort framleiðsla hefjist að ný. Hráefni til kísilframleiðslunnar er enn þá á svæðinu óvarin fyrir veðri og vindum.Unnið er að því að urða mengandi framleiðsluúrgangVísir/Jóhann K. JóhannssonÞau hráefni sem eru að finna á lóð verksmiðjunnar eru annars vegar framleiðsluefni, grein steinefni og timburflís sem verkfræðingur Umhverfisstofnunar telur ekki mikla mengun af og hins vegar framleiðslu úrgangur, sem geymdur hefur verið í stórsekkjum, sem að einhverju leiti hefur hindra mengun í jarðveg.„Við teljum að það sé lítil mengunarhætta fyrir hendi en hins vegar að þá geta verið einhverskonar óhreinindi sem geta skilað sér í jarðveginn,” segir Halla Einarsdóttir, verkfræðingur hjá Umhverfisstofnun.Halla segir að framleiðsluúrgangurinn standist ekki útskolunarpróf og ströngustu kröfum um að efninu megi ráðstafa hvar sem er. Rekstraraðili verksmiðjunnar vinnur nú að því að koma efninu til urðunar í Álfsnesi, en áætlað er að um 2500 tonn af kolaryki sé að ræða.Verksmiðjan hefur enn starfsleyfi og heldur Umhverfisstofnun uppi reglubundnu sem og fyrirvaralausu eftirliti á staðnum.Brögð hafa verið á því að svæðið við United Silicon, hafi staðið opið eftir að verksmiðjan fór í þrot.Visir/Jóhann K. JóhannssonRekstraraðilinn hefur skilað inn loka áætlun um frágang vegna rekstrarstöðvunar verksmiðjunnar. „Við erum í rauninni að fylgjast með þeirri áætlun. Þeir eiga eftir að skila aðeins betri verklýsingum, hvernig þeir ætla standa skil á ýmsum þáttum,” segir Halla. Í þeim þáttum er lög áhersla á hættu á mögulegri mengun frá hráefnum, framleiðsluúrgangi og auka afurðum en auk þess að afgirðing lóða sé tryggð en brögð hafa verið á því að svæðið hafi staðið opið eftir að verksmiðjan fór í þrot. Umhverfismál United Silicon Tengdar fréttir Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun vegna nýs umhverfismats vegna kísilvers í Helguvík. 17. júlí 2018 06:00 Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Umhverfissráðherra hélt erindi á ársfundi Umhverfisstofnunar. 4. maí 2018 10:53 Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. 13. apríl 2018 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Mengandi úrgangsefni eru enn á lóð United Silicon í Helguvík, átta mánuðum eftir að verksmiðjan hætti rekstri. Eftirlit á vegum Umhverfisstofnunar er enn haldið áfram á meðan verksmiðjan hefur starfsleyfi en er mun umfangsminna. Nýtt félag EM0117, dótturfélag Arion banka, tók við þrotabúi Sameinaðs Silicons í mars og tók þar með yfir starfsleyfi og losunarleyfi verksmiðjunnar. Þremur dögum fyrir gjaldþrot verksmiðju United Silicon, í janúar, tók Umhverfisstofnun afstöðu til úrbótaáætlunar félagsins, vegna útistandandi frávika, sem voru áberandi á stuttu starfstíma verksmiðjunnar. Áætlunin miðaði við að ýmsum úrbótum er varðaði geymslu hráefna til vinnslunnar, ráðstöfunar framleiðsluúrgangs og frágangi lóðar áður en verksmiðjan yrði gangsett að nýju sem er ekki heimilt nema með skriflegri heimild Umhverfisstofnunar. Átta mánuðir eru síðan United Silicon fór í gjaldþrot og síðan þá hefur lítil sem engin starfsemi verið á svæðinu og óvíst hvenær og þá hvort framleiðsla hefjist að ný. Hráefni til kísilframleiðslunnar er enn þá á svæðinu óvarin fyrir veðri og vindum.Unnið er að því að urða mengandi framleiðsluúrgangVísir/Jóhann K. JóhannssonÞau hráefni sem eru að finna á lóð verksmiðjunnar eru annars vegar framleiðsluefni, grein steinefni og timburflís sem verkfræðingur Umhverfisstofnunar telur ekki mikla mengun af og hins vegar framleiðslu úrgangur, sem geymdur hefur verið í stórsekkjum, sem að einhverju leiti hefur hindra mengun í jarðveg.„Við teljum að það sé lítil mengunarhætta fyrir hendi en hins vegar að þá geta verið einhverskonar óhreinindi sem geta skilað sér í jarðveginn,” segir Halla Einarsdóttir, verkfræðingur hjá Umhverfisstofnun.Halla segir að framleiðsluúrgangurinn standist ekki útskolunarpróf og ströngustu kröfum um að efninu megi ráðstafa hvar sem er. Rekstraraðili verksmiðjunnar vinnur nú að því að koma efninu til urðunar í Álfsnesi, en áætlað er að um 2500 tonn af kolaryki sé að ræða.Verksmiðjan hefur enn starfsleyfi og heldur Umhverfisstofnun uppi reglubundnu sem og fyrirvaralausu eftirliti á staðnum.Brögð hafa verið á því að svæðið við United Silicon, hafi staðið opið eftir að verksmiðjan fór í þrot.Visir/Jóhann K. JóhannssonRekstraraðilinn hefur skilað inn loka áætlun um frágang vegna rekstrarstöðvunar verksmiðjunnar. „Við erum í rauninni að fylgjast með þeirri áætlun. Þeir eiga eftir að skila aðeins betri verklýsingum, hvernig þeir ætla standa skil á ýmsum þáttum,” segir Halla. Í þeim þáttum er lög áhersla á hættu á mögulegri mengun frá hráefnum, framleiðsluúrgangi og auka afurðum en auk þess að afgirðing lóða sé tryggð en brögð hafa verið á því að svæðið hafi staðið opið eftir að verksmiðjan fór í þrot.
Umhverfismál United Silicon Tengdar fréttir Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun vegna nýs umhverfismats vegna kísilvers í Helguvík. 17. júlí 2018 06:00 Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Umhverfissráðherra hélt erindi á ársfundi Umhverfisstofnunar. 4. maí 2018 10:53 Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. 13. apríl 2018 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun vegna nýs umhverfismats vegna kísilvers í Helguvík. 17. júlí 2018 06:00
Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. 7. ágúst 2018 12:00
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00
Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Umhverfissráðherra hélt erindi á ársfundi Umhverfisstofnunar. 4. maí 2018 10:53
Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. 13. apríl 2018 07:00