Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 14:30 Guðni Lýðsson segir sjö ára dóminn yfir Vali bróður sínum vægan. Vísir Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“ Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58
Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03