Bæjarstjórn Akraness harmar stöðuna hjá Orkuveitu Reykjavíkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2018 10:58 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Akraness styður ákvörðun stjórnar orkuveitu Reykjavíkur um að veita Bjarna Bjarnasyni forstjóra tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins. Akraneskaupstaður á 5,5 prósenta hlut í Orkuveitunni og í ályktun frá bæjarstjórn segir að bærinn harmi þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitunnar og áhersla lögð á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Telur bæjarstjórn Akraness ljóst að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki og að endurvekja þurfi traust og trúverðugleika orkuveitunnar.Það er von bæjarstjórnar Akraness að starfsmenn og stjórnendur OR leggi rannsókninni lið með það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu fyrirtækisins. „Í eigendastefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á að OR komi fram af heilindum og trausti og ræki samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Eigendur vilja að litið verði til fyrirtækisins sem trausts samstarfsaðila sem eftirsóknavert sé að starfa fyrir og með. Bæjarstjórn Akraness telur ljóst að þessi ímynd hefur beðið hnekki og endurvekja þarf traust og trúverðugleika fyrirtækisins. Ekkert fyrirtæki er sterkara en sá mannauður sem þar hefur byggst upp,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. „Standa þarf vörð um allt hið góða í starfseminni og bæta úr því sem miður virðist hafa farið. Óæskileg hegðun og framkoma í garð starsfmanna og þeirra í milli verður ekki liðin.“ Þá styður bæjarstjórnin jafnframt tímabundna ráðningu Helgu Jónsdóttur sem forstjóra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness styður ákvörðun stjórnar orkuveitu Reykjavíkur um að veita Bjarna Bjarnasyni forstjóra tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins. Akraneskaupstaður á 5,5 prósenta hlut í Orkuveitunni og í ályktun frá bæjarstjórn segir að bærinn harmi þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitunnar og áhersla lögð á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Telur bæjarstjórn Akraness ljóst að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki og að endurvekja þurfi traust og trúverðugleika orkuveitunnar.Það er von bæjarstjórnar Akraness að starfsmenn og stjórnendur OR leggi rannsókninni lið með það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu fyrirtækisins. „Í eigendastefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á að OR komi fram af heilindum og trausti og ræki samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Eigendur vilja að litið verði til fyrirtækisins sem trausts samstarfsaðila sem eftirsóknavert sé að starfa fyrir og með. Bæjarstjórn Akraness telur ljóst að þessi ímynd hefur beðið hnekki og endurvekja þarf traust og trúverðugleika fyrirtækisins. Ekkert fyrirtæki er sterkara en sá mannauður sem þar hefur byggst upp,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. „Standa þarf vörð um allt hið góða í starfseminni og bæta úr því sem miður virðist hafa farið. Óæskileg hegðun og framkoma í garð starsfmanna og þeirra í milli verður ekki liðin.“ Þá styður bæjarstjórnin jafnframt tímabundna ráðningu Helgu Jónsdóttur sem forstjóra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00