Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 08:48 Brett Kavanaugh er á hálum ís. Vísir/Getty Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent