Bandaríkin bíða eftir sigri í Evrópu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 07:30 Tiger Woods er kominn aftur í Ryder-lið Bandaríkjanna getty Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Eitt skemmtilegasta golfmót ársins, Ryder-bikarinn, hefst í dag þegar keppni í fjórmenningi (e. foursomes) og fjórbolta (e. fourball) hefst í Frakklandi. Fer mótið fram á Le Golf National-vellinum í úthverfum Parísarborgar og er spáð frábæru veðri um helgina og ætti því ekkert að trufla fremstu kylfinga heims. Um er að ræða liðakeppni þar sem evrópskir kylfingar mæta bandarískum kylfingum bæði í einstaklings- og liðakeppni. Veðbankar telja bandaríska liðið sigurstranglegra enda hafa kylfingar þess leikið frábærlega að undanförnu en það eru 25 ár liðin síðan bandaríska liðið vann síðast keppni í Evrópu. Evrópska liðið hefur haft talsverða yfirburði undanfarna áratugi og hefur unnið átta af síðustu ellefu keppnum en síðast þegar liðin mættust unnu Bandaríkin afar sannfærandi sigur. Þegar litið er yfir hóp kylfinganna skyldi engan undra að bandaríska liðið sé talið sigurstranglegra. Bandarískir kylfingar hafa verið afar sigursælir á þessu ári og eiga þeir allir sæti ofarlega á heimslistanum. Neðstur af þeim er gamli refurinn Phil Mickelson í 25. sæti sem sýnir styrk bandaríska liðsins. Þá hafa bandarísku kylfingarnir unnið þrjá risatitla af fjórum undanfarin tvö ár. Það eru stærri spurningarmerki í evrópska liðinu, kylfingar á borð við Ian Poultier og Sergio Garcia hafa ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Það gæti hjálpað evrópska liðinu að allir kylfingarnir hafa leikið á vellinum þar sem franska meistaramótið er haldið á ári hverju á meðan aðeins fimm bandarískir kylfingar hafa leikið á vellinum. Nái þeir að nýta sér reynslu sína og hrökkvi kylfingar á borð við Garcia í gang skyldi enginn afskrifa lið Evrópu á heimavelli. Sviðsljósið verður hins vegar á Tiger Woods sem tekur þátt sem kylfingur í Ryder-bikarnum í fyrsta sinn síðan 2012. Verður þetta í áttunda skiptið sem Tiger tekur þátt sem kylfingur og hefur hann aðeins unnið einu sinni, fyrir nítján árum. Endurkoma hans á PGA-mótaröðina var fullkomnuð þegar hann hrósaði sigri á lokamóti mótaraðarinnar um helgina og sýndi þar að hann hefur enn nóg fram að færa inni á vellinum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira