Evrópa með fjögurra stiga forskot fyrir lokadaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 29. september 2018 20:02 Evrópa er í góðri stöðu er einn dagur er eftir af Ryder-bikarnum. vísir/getty Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópa er 10-6 yfir eftir annan daginn á Ryder-bikarnum í golfið en leikið er á Le Golf National-vellinum í Frakklandi. Einungis einn dagur er eftir af mótinu en þá er leikið maður gegn manni, einstaklingskeppni, en undanfarna tvo daga hafa verið leiknir fjórmenningar og fjórbolti. Eftir gærdaginn var Evrópa 5-3 yfir og það batnaði til muna í morgun er Evrópa vann þrjá leiki gegn einungis einum sigri Bandaríkjanna. Þeir voru því komnir í 8-4. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood höfðu betur gegn Tiger Woods og Bryson DeChambeau en þeir settu nýtt met í evrópska liðinu því Molinari og Fleetwood hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þegar einn dagur er eftir þarf Evrópa einungis fjögur stig af tólf mögulegum til þess að standa uppi sem sigurvegari svo það þarf mikið að gerast á morgun ætli Bandaríkin að hafa betur. Það hefur einungis gerst tvisvar í sögunni að lið komi til baka fjórum stigum undir fyrir lokadaginn. Það gerði Bandaríkinn í Brookline 1999 og Evrópa í Medinah fyrir sex árum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira