Spieth í hættu á banni ef rigningin heldur áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. september 2018 07:30 Spieth með Tiger Woods. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari Opna breska risamótsins á síðasta ári, gæti orðið sektaður af PGA mótaröðinni komist hann ekki inn á úrslitamót mótaraðarinnar. Spieth er eins og er jafn í 39. sæti á BMW mótinu, sem er næst síðasta mót FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Philadelphia og var keppni á lokahringnum frestað í gær vegna mikilla rigninga. Hefja á leik að nýju í dag enn ekki er víst að það verði hægt vegna veðurs. Fari svo að það þurfi að aflýsa síðasta hringnum og láta stöðuna eftir 54 holur standa er Spieth í vondum málum. Staða hans í mótinu sér hann falla niður í 31. sæti FedEx stigalistans og þar með kemst hann ekki inn á úrslitamótið sjálft. Þangað komast aðeins 30 stigahæstu kylfingarnir. Ef Spieth kemst ekki á úrslitamótið mun hann ekki hafa tekið þátt í nógu mörgum mótum á PGA mótaröðinni í sumar. Fyrir tveimur árum voru settar nýjar reglur um að kylfingar þyrftu að taka þátt í 25 mótum yfir árið eða taka þátt í nýju móti sem þeir hafi ekki spilað á síðustu fjögur ár. Spieth tók ekki þátt í neinu nýju móti í ár. Hann hefur byrjað 23 mót, Ryder bikarinn verður hans 24. Ef hann kemst ekki í úrslitamótið verður hann fyrstur allra til þess að brjóta þessa reglu. Refsingin gæti orðið 20 þúsund dollara sekt eða jafnvel bann á næsta tímabili. Keppni á fjórða og síðasta hring BMW mótsins ætti að hefjast upp úr hádegi á íslenskum tíma í dag ef veður leyfir.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira