Tiger Woods, einn besti golfari fyrr og síðar, var í toppbaráttunni á BMW-mótinu sem lauk í dag en hann endaði í sjöunda sætinu eftir mikla baráttu.
Tiger átti góðan fyrsta hring en það aðeins af honum á öðrum hring. Á þriðja hringnum kom hann sér aftur í baráttuna og var því í baráttunni fyrir síðasta hringinn.
Síðasta hringinn átti að leika í gær en honum var frestað vegna mikillar rigningar.
Tiger átti góðan hring í dag og spilaði á 65 höggi, eða fimm undir pari og var að berjast við toppinn en Keegan Bradley og Billy Horschel spiluðu best á fjórða hringnum.
Það dugði Bradley til að komast í bráðabana gegn Justin Rose. Tveir fuglar á síðustu þremur holunum tryggðu Bradley bráðabana.
Rose gat tryggt sér sigurinn á átjándu holunni með að fá par en hann missti pútt og endaði holuna á skolla. Þeir enduðu því jafnir á 20 höggum undir pari.
Eftir bráðabana var það svo Bradley sem stóð uppi sem sigurvegari eftir. Þeir spiluðu átjándu holuna í bráðabananum og fór Rose hana á fimm á meðan Bradley lék á pari, eða fjórum höggum.
Tiger endaði í sjötta sætinu á samtals sautján höggum undir pari.
Góður lokahringur Tiger dugði ekki til
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn