Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 22:03 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum. Washington Post greinir frá. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu í dag og sagði hún að í bréfinu hafi mátt finna hlýjar og jákvæðar kveðjur til Trump ásamt ósk um að leiðtogarnir myndu hittast á nýjan leik. Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í júní síðastliðnum þar sem umræðuefnið var meðal annars afkjarnorkuvopnavæðing Kóreu-skagans. Lítið hefur þó þokast í þeim efnum frá því að fundurinn var haldinn og hættu Bandaríkin meðal annars skyndilega við heimsókn utanríkisráðherrans Mike Pompeo til N-Kóreu fyrir skömmu, sökum lítils árangurs í viðræðum við Kim og embættismann hans. Sanders vildi ekki veita blaðamönnum afrit af bréfi Kims til Trump. Þetta er þó í minnsta kosti í þriðja skipti sem Kim sendir Trump bréf, það fyrsta barst Trump í aðdraganda fundarins í júní og annað bréf barst í síðasta mánuði. Talið er mögulegt að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York síðar í mánuðinum geti orðið vettvangur funda Kim og Trump, þó sérfræðingar ytra segja að ekkert bendi til þess að Kim muni mæta á allsherjarþingið. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum. Washington Post greinir frá. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu í dag og sagði hún að í bréfinu hafi mátt finna hlýjar og jákvæðar kveðjur til Trump ásamt ósk um að leiðtogarnir myndu hittast á nýjan leik. Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í júní síðastliðnum þar sem umræðuefnið var meðal annars afkjarnorkuvopnavæðing Kóreu-skagans. Lítið hefur þó þokast í þeim efnum frá því að fundurinn var haldinn og hættu Bandaríkin meðal annars skyndilega við heimsókn utanríkisráðherrans Mike Pompeo til N-Kóreu fyrir skömmu, sökum lítils árangurs í viðræðum við Kim og embættismann hans. Sanders vildi ekki veita blaðamönnum afrit af bréfi Kims til Trump. Þetta er þó í minnsta kosti í þriðja skipti sem Kim sendir Trump bréf, það fyrsta barst Trump í aðdraganda fundarins í júní og annað bréf barst í síðasta mánuði. Talið er mögulegt að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York síðar í mánuðinum geti orðið vettvangur funda Kim og Trump, þó sérfræðingar ytra segja að ekkert bendi til þess að Kim muni mæta á allsherjarþingið.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59
Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02