Vill rannsókn á því hver sé nafnlausi pistlahöfundurinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 23:30 Sara Sanders stóð í ströngu í dag. Vísir/EPA Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45