Seinni bylgjan: „Körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. september 2018 13:00 S2 Sport Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Olísdeildin stendur best að vígi þegar kemur að spilatíma ungra leikmanna en er hún enn grjóthörð þrátt fyrir nýja reglubreytingu? Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport verður með nýjan lið í vetur sem heitir „Lokaskotið“ þar sem sérfræðingarnir ræða þrjú af stærstu málum hverrar umferðar. Í þætti gærkvöldsins tóku þeir Tómas Þór Þórðarson, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson fyrir útlendingana í deildinni, reglubreytingar á gulum spjöldum og hvort deildin yrði jafnari en fyrirfram var talið. Oft er fjöldi erlendra leikmanna talinn neikvæður, sérstaklega í fótboltanum er það talið neikvætt ef lið eru með of mikið af erlendum leikmönnum sem taka spilatíma af þeim ungu. „Ég held við séum sú deild sem er hvað öflugust í að leyfa ungum leikmönnum að spila. Ég held að lið eins og Akureyri og KA hafi gert allt sem að þau gátu til þess að fá íslenska leikmenn, það gekk ekki, og þá verða þau að fá til sín erlenda leikmenn,“ sagði Jóhann Gunnar.Gult spjald fer að verða sjaldgæfari sjón í handboltanumVísir/Andri MarinóÞað var ný regla innleidd í Olísdeildina í vetur og voru sérfræðingarnir ekki á sömu skoðun um hana. Áður fyrr voru þrjú gul spjöld gefin áður en leikmenn fá tveggja mínútna brottvísun. Því hefur verið breytt í bara eitt gult spjald. „Þetta fjölgar brottvísunum mikið, kannski fyrir brot sem við erum aldir upp við að sé bara gult spjald,“ sagði Sebastian. „Við vitum það bara að það var alltaf sagt í klefanum, fyrstu tíu höfum við þrjú gul, hömrum þá og verum grófir. Nú er það ekki leyft,“ sagði Jóhann Gunnar. „Gula spjaldið var tilgangslaust.“ Sebastian var ekki sammála Jóhanni og rifust þeir félagar aðeins um málið. „Hvar endar þetta, körfuboltinn er að verða harðari íþrótt en okkar íþrótt.“ Þessar skemmtilegu rökræður, umræðuna um erlendu leikmennina og hversu jöfn deildin er má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira