Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 13:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur forsendur fjárlagafrumvarpsins afar bjartsýnar í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur haldið „neyðarfundi“ um stöðu flugfélaganna. Sigmundur segir að áföll í fluggeiranum á Íslandi geti breytt forsendum þessa fjárlagafrumvarps verulega og þá sé allt tal um afgang af ríkisfjármálum orðið einskis virði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á fundi í morgun. Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. „Þessi ríkisstjórn sló nú fyrri met síðast með útgjaldaaukningu og bætir verulega í núna, 55 milljarðar á milli ára sýnist mér,“ segir Sigmundur í samtali við Vísi.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í ráðuneytinu í morgun.vísir/vilhelm„Bætt í báknið“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn einu sinni hafa boðið fram undir kjörorðinu „Báknið burt“. „Flokkurinn virðist nú vera kominn með kjörorðið „Bætt í báknið“. Þetta er sérstakt áhyggjuefni því það er ekki að sjá nein merki um að það eigi að verja þessum peningum á skynsamlegan hátt. Það er ekki verið að huga að því hvað ríkið fær fyrir peninginn, heldur bara bætt í núverandi kerfi sem á ýmsum sviðum er töluvert gallað,“ segir Sigmundur Davíð. Mikið fé í aðstoðarmenn Hann bendir á að ríkisstjórnin bæti verulega í hjá sjálfri sér. Fjölgun starfsmanna kosti 175 milljónir á milli ára. Þeir reyndar reyna að draga úr því með því að tala um hluta af því sem launahækkanir, ef það er ekki hluti af kostnaðinum þá veit ég ekki hvað það er. Það er því þannig að hátt í 200 milljónir fara í fjölgun aðstoðarmanna hjá ríkisstjórn sem var búin að slá öll met.“Sjónvarpshúsið í Efstaleiti.Vísir/ernirStaða einkarekinna fjölmiðla skekkist enn frekar Sigmundur segir það vekja athygli hjá sér við fyrstu sýn að ekki sé brugðist við tillögum Fjölmiðlanefndar um að rétta hlut fjölmiðla, til dæmis með skattaívilnun eða einhverju slíku, en hins vegar sé bætt verulega í hjá Ríkisútvarpinu. Framlög til Ríkisútvarpsins hækka um tæpan hálfan milljarð. „Þar með skekkist enn frekar staða einkareknu fjölmiðlanna. Með svona miklu viðbótarframlagi til RÚV hefði maður búist við að eitthvað yrði komið til móts við aðra fjölmiðla líka. En ég hef ekki séð það í þessu frumvarpi.“Bókaskatturinn áhugaverður Þá er einnig áhugavert að mati Sigmundar að ekki standi til að fella niður virðisaukaskatt á bækur. „Sem var gefið í skyn við síðustu fjárlagagerð að kæmi núna. Það var að minnsta kosti tilkynning frá stjórninni þá að lækkun eða afnám virðisaukaskatts á bækur myndi koma til skoðunar á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Nú er sú skoðun væntanlega búin og niðurstaðan sú að gera það ekki. Sem er svolítið merkilegt miðað við hvað menn töluðu um á sínum tíma.“Hefur áhyggjur af fé sem fer í steinsteypu við Hringbraut Hann hefur sérstakar áhyggjur af því að sjá að megnið af því sem á að fara í heilbrigðismál fari í steinsteypu við Hringbraut. „Sem eru að mínu mati gríðarleg mistök af ýmsum ástæðum sem ég hef rakið áður og ekki til þess fallið að spara ríkinu pening til lengri tíma heldur þvert á móti. Þetta er, myndi ég segja, mjög skýrt dæmi um það sem ég nefndi í upphafi að það er verið að eyða sífellt meira fjármagni á mjög óskynsamlegan hátt, báknið er alltaf að stækka um leið og það er að versna. Í stað þess að fara í einhverja úrbóta vinnu og kerfisbreytingar.“Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar.Vísir/vilhelmTelur auglýsta neyðarfundi ekki hjálpa til Þá segist hann hafa verulegar áhyggjur af forsendum frumvarpsins. „Þær virðast vera bjartsýnar miðað við að til dæmis að ríkisstjórnin skuli sjá ástæðu til að auglýsa það hún sé að halda einhvern sérstakan neyðarfund um flugmálin. Sem mér fannst afar sérkennilegt á þessum tímapunkti að láta það spyrjast út að ríkisstjórnin sé að halda neyðarfund um málið. Það er varla til þess fallið að hjálpa við úrlausnina,“ segir Sigmundur. Að mati Sigmundar geta stórir atburðir á því sviði til dæmis breytt forsendum þessara fjárlaga verulega. „Og þá er allt tal um einhvern afgang af ríkisfjármálum orðið einskis virði. Þau tefla á tæpasta vað með þessari áætlun til þess eins að auka útgjöldin en ekki til að fá neitt meira eða betri fyrir peninginn.“Sala á eignum ríkisins hræðir Bjarni Benediktsson nefndi í kynningu sinni að svigrúm til að auka útgjöld ríkisins myndi fara minnkandi á næstunni vegna þessa spár gera ráð fyrir að draga muni úr hagvexti. Nefndi Bjarni að auka mætti það svigrúm á ný með því að losa eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Sigmundur segir þessa yfirlýsingu áhugaverða. „Sérstaklega í ljósi þess að þegar ég spurði forsætisráðherrann út í málið fyrir skömmu þá taldi hún engin áform hjá ríkisstjórninni um að selja bankann. Það sem ég hef mestar áhyggjur af því er í ljósi reynslunnar síðustu misseri er að ríkisstjórnin muni ekki fá nógu mikið fyrir sinn hlut og í öðru lagi að menn séu ekki að nota tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið. Sagan af hvernig þessi ríkisstjórn hélt á málum með Arion banka ætti að vera nægjanleg til að vekja manni talsverðar áhyggjur af því hvernig þau munu standa að sölu þess sem eftir er.“ Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur forsendur fjárlagafrumvarpsins afar bjartsýnar í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur haldið „neyðarfundi“ um stöðu flugfélaganna. Sigmundur segir að áföll í fluggeiranum á Íslandi geti breytt forsendum þessa fjárlagafrumvarps verulega og þá sé allt tal um afgang af ríkisfjármálum orðið einskis virði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á fundi í morgun. Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. „Þessi ríkisstjórn sló nú fyrri met síðast með útgjaldaaukningu og bætir verulega í núna, 55 milljarðar á milli ára sýnist mér,“ segir Sigmundur í samtali við Vísi.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í ráðuneytinu í morgun.vísir/vilhelm„Bætt í báknið“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn einu sinni hafa boðið fram undir kjörorðinu „Báknið burt“. „Flokkurinn virðist nú vera kominn með kjörorðið „Bætt í báknið“. Þetta er sérstakt áhyggjuefni því það er ekki að sjá nein merki um að það eigi að verja þessum peningum á skynsamlegan hátt. Það er ekki verið að huga að því hvað ríkið fær fyrir peninginn, heldur bara bætt í núverandi kerfi sem á ýmsum sviðum er töluvert gallað,“ segir Sigmundur Davíð. Mikið fé í aðstoðarmenn Hann bendir á að ríkisstjórnin bæti verulega í hjá sjálfri sér. Fjölgun starfsmanna kosti 175 milljónir á milli ára. Þeir reyndar reyna að draga úr því með því að tala um hluta af því sem launahækkanir, ef það er ekki hluti af kostnaðinum þá veit ég ekki hvað það er. Það er því þannig að hátt í 200 milljónir fara í fjölgun aðstoðarmanna hjá ríkisstjórn sem var búin að slá öll met.“Sjónvarpshúsið í Efstaleiti.Vísir/ernirStaða einkarekinna fjölmiðla skekkist enn frekar Sigmundur segir það vekja athygli hjá sér við fyrstu sýn að ekki sé brugðist við tillögum Fjölmiðlanefndar um að rétta hlut fjölmiðla, til dæmis með skattaívilnun eða einhverju slíku, en hins vegar sé bætt verulega í hjá Ríkisútvarpinu. Framlög til Ríkisútvarpsins hækka um tæpan hálfan milljarð. „Þar með skekkist enn frekar staða einkareknu fjölmiðlanna. Með svona miklu viðbótarframlagi til RÚV hefði maður búist við að eitthvað yrði komið til móts við aðra fjölmiðla líka. En ég hef ekki séð það í þessu frumvarpi.“Bókaskatturinn áhugaverður Þá er einnig áhugavert að mati Sigmundar að ekki standi til að fella niður virðisaukaskatt á bækur. „Sem var gefið í skyn við síðustu fjárlagagerð að kæmi núna. Það var að minnsta kosti tilkynning frá stjórninni þá að lækkun eða afnám virðisaukaskatts á bækur myndi koma til skoðunar á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Nú er sú skoðun væntanlega búin og niðurstaðan sú að gera það ekki. Sem er svolítið merkilegt miðað við hvað menn töluðu um á sínum tíma.“Hefur áhyggjur af fé sem fer í steinsteypu við Hringbraut Hann hefur sérstakar áhyggjur af því að sjá að megnið af því sem á að fara í heilbrigðismál fari í steinsteypu við Hringbraut. „Sem eru að mínu mati gríðarleg mistök af ýmsum ástæðum sem ég hef rakið áður og ekki til þess fallið að spara ríkinu pening til lengri tíma heldur þvert á móti. Þetta er, myndi ég segja, mjög skýrt dæmi um það sem ég nefndi í upphafi að það er verið að eyða sífellt meira fjármagni á mjög óskynsamlegan hátt, báknið er alltaf að stækka um leið og það er að versna. Í stað þess að fara í einhverja úrbóta vinnu og kerfisbreytingar.“Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar.Vísir/vilhelmTelur auglýsta neyðarfundi ekki hjálpa til Þá segist hann hafa verulegar áhyggjur af forsendum frumvarpsins. „Þær virðast vera bjartsýnar miðað við að til dæmis að ríkisstjórnin skuli sjá ástæðu til að auglýsa það hún sé að halda einhvern sérstakan neyðarfund um flugmálin. Sem mér fannst afar sérkennilegt á þessum tímapunkti að láta það spyrjast út að ríkisstjórnin sé að halda neyðarfund um málið. Það er varla til þess fallið að hjálpa við úrlausnina,“ segir Sigmundur. Að mati Sigmundar geta stórir atburðir á því sviði til dæmis breytt forsendum þessara fjárlaga verulega. „Og þá er allt tal um einhvern afgang af ríkisfjármálum orðið einskis virði. Þau tefla á tæpasta vað með þessari áætlun til þess eins að auka útgjöldin en ekki til að fá neitt meira eða betri fyrir peninginn.“Sala á eignum ríkisins hræðir Bjarni Benediktsson nefndi í kynningu sinni að svigrúm til að auka útgjöld ríkisins myndi fara minnkandi á næstunni vegna þessa spár gera ráð fyrir að draga muni úr hagvexti. Nefndi Bjarni að auka mætti það svigrúm á ný með því að losa eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Sigmundur segir þessa yfirlýsingu áhugaverða. „Sérstaklega í ljósi þess að þegar ég spurði forsætisráðherrann út í málið fyrir skömmu þá taldi hún engin áform hjá ríkisstjórninni um að selja bankann. Það sem ég hef mestar áhyggjur af því er í ljósi reynslunnar síðustu misseri er að ríkisstjórnin muni ekki fá nógu mikið fyrir sinn hlut og í öðru lagi að menn séu ekki að nota tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið. Sagan af hvernig þessi ríkisstjórn hélt á málum með Arion banka ætti að vera nægjanleg til að vekja manni talsverðar áhyggjur af því hvernig þau munu standa að sölu þess sem eftir er.“
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira