Fótbolti

Keane kallaði leikmann landsliðsins helvítis aumingja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þeir verða ekki mikið skapheitari en Keane.
Þeir verða ekki mikið skapheitari en Keane. vísir/getty
Skapið á Roy Keane, aðstoðarlandsliðsþjálfara Írlands, heldur áfram að koma honum í fréttirnar en nú hefur einn leikmaður hætt í landsliðinu út af Keane.

Það er liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, Harry Arter, sem hefur fengið nóg af Keane og gefur ekki lengur kost á sér í landsliðið.

Keane hellti sér yfir hann síðasta sumar og kallaði hann þá helvítis aumingja. Arter var þá ekki með á æfingu að læknisráði. Það fannst Keane vera metnaðarleysi og hellti sér því yfir hann.

Arter mun ekki snúa aftur í landsliðið á meðan Keane er þar. Þjálfarinn skapheiti lenti líka í átökum við framherjann Jonathan Walters. Ástæðan var sú saman. Walters var ekki að æfa að læknisráði.

Walters stóð aftur á móti í hárinu á Keane og hnakkreifst við hann. Þurfti að stía þá í sundur áður en hnefarnir byrjuðu að tala.

Framherjinn vildi bera klæði á vopnin og bað Keane um að hitta sig upp á hótelherbergi. Keane afþakkaði það pent.

Engu að síður er Walters enn í landsliðinu og allt í góðu á milli hans og Keane. Martin O'Neill landsliðsþjálfari stendur þétt við bakið á Keane í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×