Fótbolti

Kolbeinn: Búinn að bíða eftir þessu í tvö ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, spilaði sinn fyrsta landsleik í tvö ár er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 tapi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Kolbeinn hefur verið að glíma við afar erfið meiðsli og hafði ekki spilað með landsliðinu síðan í 5-2 tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum á EM.

„Þetta var geðveik tilfinning og frábært móment. Ég er búinn að bíða eftir þessu í að verða tvö ár. Þetta var þess virði og loksins kom leikurinn fyrir mig að geta komið aftur. Ég er hrikalega sáttur með þetta,”

„Við vorum nátturlega að spila gegn einu besta liði í heimi. Þeir halda boltanum betur en hvert annað lið svo þetta var erfitt. Við náðum ekki að svara þeim eftir að þeir komust í 2-0.”

„Það hefði verið best að fá mark á það strax til að trúa á þetta en við vorum einfaldlega bara að spila við betra lið. Það er bara þannig.”

Það er orðið ansi langt síðan að Ísland vann fótboltaleik en Kolbeinn segir að þetta sé ekki farið að setjast á hópinn.

„Nei, ég held ekki. Við erum með menn í meiðslum og það setur strik í reikninginn líka. Það eru breytingar og menn þurfa að vera óþolinmóðir. Við misstum ekki allt bara í tveimur leikjum.”

„Auðvitað er ekki gott að tapa tveimur leikjum stórt en við höfum sýnt það að við stígum upp þegar á þarf að halda og vonandi gerum við það þegar þeir á þarf að halda,” sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×