Fótbolti

Myndaveisla: Ógnasterkt lið Belga hafði betur í Laugardalnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/vilhelm
Íslenska landsliðið sýndi mun betri frammistöðu gegn Belgum í kvöld en gegn Sviss á laugardaginn. Það dugði hins vegar ekki til og lokatölur 2-0 tap.

Spilamennska Íslands í kvöld einkenndist af baráttu og vilja; sér í lagi fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar þar sem liðið fékk tækifæri til þess að skora.

Eftir það gengu Belgarnir á lagið og stjórnuðu ferðinni út leikinn. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu svo við þriðja markinu í síðari hálfleik.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var vopnaður myndavélinni í Laugardalnum í kvöld og hér að neðan má sjá afraksturinn.

Stórstjörnur Belga í kvöld.vísir/vilhelm
Emil Hallfreðsson eltir uppi Eden Hazard.vísir/vilhelm
Hörður Björgvin skallar boltann burt. Lukaku fylgist með.vísir/vilhelm
Gylfi undir pressu Belga í kvöld.vísir/vilhelm
Sverrir Ingi og Hannes vonsviknir meðan Lukaku fagnar.vísir/vilhelm
Kolbeinn í sínum fyrsta landsleik í tvö ár. Hér er hann í kunnuglegri stöðu.vísir/vilhelm
Stjórinn þakkar fyrir stuðninginn á fyrsta heimaleiknum.vísir/vilhelm
Ungir aðdáendur með Lukaku í kvöld.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×