Skuldir ríkisins fari undir viðmið 2019 Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu ætlaðar til að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins Vísir/ERnir „Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
„Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira