Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:57 Sverrir Ingi í baráttu við Romelu Lukaku í kvöld. Vísir/Vilhelm „Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00