Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:59 Rúnar Már spilaði á hægri kantinum í dag Vísir/vilhelm Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. „Ég er ánægður með að fá sénsinn. Gaman að spila og ég reyndi að gera mitt besta í dag,“ sagði Rúnar Már eftir leikinn. „3-0 tap sem við erum ekki sáttir með og situr eftir eftir þennan leik.“ Ísland var að spila við bronsliðið frá HM, lið sem er í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og að margra mati jafnt Frökkum sem besta lið heims. Rúnar var þó ekki á því að það væri ásættanlegt að tapa fyrir Belgum. „Ég held það sé aldrei ásættanlegt að tapa, finnst mér. Ef við horfum á frammistöðuna á móti Sviss og svo í dag þá er þetta tvennt ólíkt og við getum verið sáttir við það.“ Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en var ekki valinn í HM hópinn. Fannst honum hann hafa unnið sig inn í landsliðshópinn með þessari frammistöðu í dag? „Það er mjög erfitt að segja. Ég er búinn að vera þarna undan farin ár og var svo ekki í sumar en lífið heldur áfram og maður reynir að standa sig með sínu félagsliði. En ég vona að ég hafi stimplað mig ágætlega inn í dag.“ Eftir niðurlæginguna í Sviss á laugardaginn, var upplagið í leiknum að liggja aðeins til baka og verja markið, halda fengnum hlut? „Uppleggið er aldrei að fara inn og fá ekki á sig mörk, það er það sem þú vilt aldrei gera. Uppleggið var svolítið að fara aftur í okkar grunngildi, sem er liðsheild, og var ekki á móti Sviss. Það tókst mun betur í dag og er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu.“ Rúnar segist vera ósáttur með tapið, hvað var það sem klikkaði í leik Íslands í dag? „Við fáum þetta víti, sem ég veit ekki hvort var rétt eða ekki, og svo skora þeir aftur 2-0. Þá gátu þeir leyft sér að slaka aðeins á, halda boltanum, og voru ekki alveg eins agressívir á að sækja. Þetta var bara erfitt eftir 2-0 en við reyndum og seinni hálfleikurinn var skárri. En við náðum ekki að skapa nóg til þess að skora,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira