Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2018 22:45 Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. „Þetta voru mjög ódýr mörk sem við fengum á okkur. Við vorum í töluverðu basli með nærstöngina í föstum leikatriðum einhverja hluta vegna og það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” sagði Freyr eftir leik. „Þeir eru með frábært lið, frábæra leikmenn en mér fannst þetta mikilvæg frammistaða. Ég veit að við erum ekki ánægðir með að tapa 3-0 á heimavelli en það er stutt síðan við áttum skelfilegum leik og biðum afhroð.” „Við þurftum að finna stoltið, fara í grunngildin og vinna okkur út frá því. Mér fannst leikmenn gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná í þetta stolt.” Meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn og Freyr segir að þetta sé auðvitað erfitt án þeirra. „Klárlega hefur það haft töluvert að segja en mér finnst samt mikilvægt að halda því til haga að það er ekki hægt að setja á herðar þeirra leikmanna sem fá núna mínútur að bera ábyrgðina á þessum úrslitum.” „Það er frekar að þeir sem eru með meiri reynslu stígi upp og mér fannst svo vera í kvöld. Mér fannst þeir stíga upp og mér fannst þeir spila leikinn eins og við vildum að þeir myndu spila hann.” „Það var mikilvægt í dag og mig langar að hrósa Ragnari og Sverri. Það er langt síðan Sverrir hefur spilað tvo leiki í röð. Við erum með leiðtoga í Kára Árnasyni sem er í bekknum í þessum leikjum og láta Sverri vaxa inn í hlutverkið. Mér fannst þeir stíga upp í dag.” Ísland spilaði 4-4-2 í Sviss og segir Freyr að það hafi verið hrein og klár mistök. „Það eru klár mistök. Við áttum líka að grípa fyrr inn í það. Við berum báðir ábyrgð á það en við verðum að gefa Erik smá tíma og svigrúm til að komast inn í þetta.” „Hann þarf að átta sig á hreyfingu leikmanna. Hann hafði tröllatrú á að þeir myndu taka meira til sín og það bara gekk ekki. Þetta eru mistök og við viðurkennum það þegar við gerum mistök. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira