Segir áherslur í fjárlagafrumvarpi kolrangar og hygla stóreignafólki Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 13:09 Ágúst Ólafur Ágústsson er fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. vísir/vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hygla stóreignafólki í fjárlagafrumvarpi næsta ár en eldri borgarar og öryrkjar þurfi enn eina ferðina að bíða eftir kjarabótum. Ríkisstjórn stefni að því að lækka veiðileyfagjöld um þrjá milljarða króna, helmingi hærri upphæð en nemi hækkun persónuafsláttar einstaklinga. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis segir að reikna megi með hörðum átökum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í gær. „Ég held að þetta frumvarp sýni að þetta er ríkisstjórn hinna fáu. Það er svolítið sorglegt að fara yfir frumvarpið. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að velta um 900 milljörðum króna og erum ellefta ríkasta þjóð í heimi og getum ekki gert betur. En frumvarpið virðist staðfesta að öryrkjar, ungt fólk, eldri borgarar þurfa að bíða enn eitt árið eftir réttlæti og nauðsynlegum kjarabótum,“ segir Ágúst Ólafur. Stefnan í fjárlagafrumvarpinu virðist vera að hygla stóreignafólki að mati þingmannsins. „Meðal annars með því að lækka veiðileyfagjaldið. Það virðist vera áherslumál þessarar ríkisstjórnar. En í frumvarpinu stendur til að lækka það um þrjá milljarða. Sem er helmingi meira en stendur til að færa fólki með hækkuðum persónuafslætti sem er einungis 500 krónur á mánuði,” segir Ágúst Ólafur.Fjöldi fólks dottinn úr barna- og vaxtabótakerfinu Samkvæmt frumvarpinu á að auka framlög til heilbrigðismála um 12,6 milljarða, barnabætur hækka til lág- og millitekjuhópa og framlag til vaxtabóta hækkar um 16 prósent.Er það ekki virðingarvert? „Auðvitað er það mjög jákvætt að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. En það má rifja upp að við erum tvívegis búin að leggja það fram á þingi og ríkisstjórnarflokkarnir búnir að fella það tvisvar; að barnabætur eigi ekki að skerðast undir lágmarkslaunum. Jú auðvitað er það jákvætt en það er bara svo sjálfsagt að barnabætur eigi ekki að skerðast langt undir lágmarkslaunum. En við þurfum að gera miklu betur hvað þetta varðar. Við sjáum að ¼ er dottinn út úr barnabótakerfinu, helmingur er dottinn út úr vaxtabótakerfinu. Miðað við það sem á að setja í vaxtabætur þá er um að ræða lækkun,“ segir Ágúst Ólafur. Sjúkrahúsþjónustan fái einungis tvo og hálfan milljarð sem sé helmingur þess sem Landsspítalinn hafi kallað eftir til að viðhalda lágmarks þjónustu. Háskólanir fái helmingi minna en lofað hafi verið í stjórnarsáttmála og framlög til framhaldsskóla lækki milli ára. „Það eru nægir peningar úr að spila en forgangsröðunin er bara kolröng. Fjármagnstekjuskatturinn á að skila tveimur milljörðum minna í ríkiskassann á næsta ári en áætlanir gera ráð fyrir. Ennþá stendur til að lækka bankaskattinn um sjö milljarða,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Telur að teflt sé á tæpasta vað með fjárlögin í ljósi „neyðarfunda“ ríkisstjórnar um flugfélögin Sigmundur segir að við fyrstu sýn blasi mikil útgjaldaaukning við án þess að hann sjái að þeirri útgjaldaukningu sé vel varið. 11. september 2018 13:45
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38