Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 16:11 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka fyrir að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Vísir Bankastjóri Íslandsbanka hefur ekki átt í neinum viðræðum við WOW Air. Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að stjórnendur og ráðgjafar WOW Air hefðu rætt við forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion og Landsbankans um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins. Vísir náði tali af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem neitaði að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Þegar rætt var við Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, segir hún bankann ekki hafa tekið þátt í neinum viðræðum. Spurð hvort Íslandsbanki hefði rætt við aðra banka um hugsanlega aðkomu að fjármögnun að WOW Air sagðist hún hvorki geta staðfest það né neitað. Ekki hefur náðst í bankastjóra Arion eða Landsbankans en fjölmiðlafulltrúar þeirra banka hafa varist fregna í dag.Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Skúli Mogensen sagði í samtali við Bloomberg í síðustu viku að tíðinda af útboðinu væri að vænta öðru hvoru megin við helgina. Í svari WOW við fyrirspurn Vísis í gær sagðist Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, geta skýrt nánar frá því í vikulok.Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami.WOWFréttablaðið sagði WOW Air skoða þann möguleika af alvöru að leita liðsinnis bankanna til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu íslenska ríkisins en rætt hefur verið um aðkomu ríkisins vegna rekstrarvanda WOW Air.Greint var frá því í júlí síðastliðnum að fjögur ráðuneyti hefðu unnið að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Sú vinna stendur enn yfir.Morgunblaðið greindi frá því í gær að stjórnvöld hefðu fundað um liðna helgi vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á mánudag að það væru engin sérstök tíðindi þó að hópurinn hefði komið saman til fundar um liðna helgi. Bætti hún við að það standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga með WOW Air. Þórdís vinnu stjórnvalda ekki einblína á ytri aðstæður nú heldur sé horft til framtíðar varðandi mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland. WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka hefur ekki átt í neinum viðræðum við WOW Air. Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að stjórnendur og ráðgjafar WOW Air hefðu rætt við forsvarsmenn Íslandsbanka, Arion og Landsbankans um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins. Vísir náði tali af Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem neitaði að hafa átt í viðræðum við WOW Air. Þegar rætt var við Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka, segir hún bankann ekki hafa tekið þátt í neinum viðræðum. Spurð hvort Íslandsbanki hefði rætt við aðra banka um hugsanlega aðkomu að fjármögnun að WOW Air sagðist hún hvorki geta staðfest það né neitað. Ekki hefur náðst í bankastjóra Arion eða Landsbankans en fjölmiðlafulltrúar þeirra banka hafa varist fregna í dag.Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Skúli Mogensen sagði í samtali við Bloomberg í síðustu viku að tíðinda af útboðinu væri að vænta öðru hvoru megin við helgina. Í svari WOW við fyrirspurn Vísis í gær sagðist Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, geta skýrt nánar frá því í vikulok.Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami.WOWFréttablaðið sagði WOW Air skoða þann möguleika af alvöru að leita liðsinnis bankanna til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Landsbankinn og Íslandsbanki eru í eigu íslenska ríkisins en rætt hefur verið um aðkomu ríkisins vegna rekstrarvanda WOW Air.Greint var frá því í júlí síðastliðnum að fjögur ráðuneyti hefðu unnið að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Sú vinna stendur enn yfir.Morgunblaðið greindi frá því í gær að stjórnvöld hefðu fundað um liðna helgi vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 á mánudag að það væru engin sérstök tíðindi þó að hópurinn hefði komið saman til fundar um liðna helgi. Bætti hún við að það standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga með WOW Air. Þórdís vinnu stjórnvalda ekki einblína á ytri aðstæður nú heldur sé horft til framtíðar varðandi mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland.
WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 12. september 2018 13:05
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18