Sænskur landsliðsmaður segir kynlífsmyndbandið ekki vera af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 13:00 Martin Olsson. Vísir/Getty Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira