Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 14:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum. Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que será publicado dentro de una semana. La principal novedad es el empate en el primer puesto de la clasificación mundial, algo que nunca había sucedido antes. pic.twitter.com/G5x8MWNgOp — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 14, 2018Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum. Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum. Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum. Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que será publicado dentro de una semana. La principal novedad es el empate en el primer puesto de la clasificación mundial, algo que nunca había sucedido antes. pic.twitter.com/G5x8MWNgOp — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 14, 2018Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum. Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum. Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira