Samræmd íslenskupróf eru í stöðugri þróun Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. september 2018 09:00 Forstjóri Menntamálastofnunar varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá einstaka spurningum eða sýniprófum. Vísir/Anton Brink „Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira