Baldur: Erum 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. september 2018 10:30 Baldur tekur við bikarnum Vísir/Daníel Baldur Sigurðsson var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni þegar liðið tryggði sér Mjólkurbikartitilinn með sigri á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Baldur var að vonum sigurreifur þegar hann mætti í settið til Tómasar og félaga að leik loknum. „Þetta er frábært og í raun ólýsanlegt bara. Þetta er búinn að vera skrýtinn undirbúningur. Þetta var langur undirbúningur þar sem það var enginn leikur í tvær vikur á undan þessum. Pressan var á okkur og fyrsti bikartitill í sögu Stjörnunnar svo það eru miklar tilfinningar í gangi núna,“ sagði Baldur. Hann fékk þrjú góð færi í leiknum, eitt þeirra á lokamínútum framlengingarinnar en var ekkert smeykur við að fara á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni. „Ég var ekki stressaður, ótrúlegt en satt. Ég held að hin færin tvö hafi verið betri. Ég hefði verið algjör skúrkur ef ég hefði klúðrað vítinu líka,“ sagði Baldur. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar frá upphafi og segir Baldur að Garðbæingar séu að læra að vera í fremstu röð á Íslandi. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom í Stjörnuna. Þegar ég talaði við Rúnar (Pál) og stjórnarmenn þá fannst mér svolítið að við værum að læra að vera toppklúbbur. Við erum kannski 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH,“ sagði Baldur. Sjáðu allt viðtalið við Baldur í spilaranum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Baldur Sigurðsson var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni þegar liðið tryggði sér Mjólkurbikartitilinn með sigri á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Baldur var að vonum sigurreifur þegar hann mætti í settið til Tómasar og félaga að leik loknum. „Þetta er frábært og í raun ólýsanlegt bara. Þetta er búinn að vera skrýtinn undirbúningur. Þetta var langur undirbúningur þar sem það var enginn leikur í tvær vikur á undan þessum. Pressan var á okkur og fyrsti bikartitill í sögu Stjörnunnar svo það eru miklar tilfinningar í gangi núna,“ sagði Baldur. Hann fékk þrjú góð færi í leiknum, eitt þeirra á lokamínútum framlengingarinnar en var ekkert smeykur við að fara á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni. „Ég var ekki stressaður, ótrúlegt en satt. Ég held að hin færin tvö hafi verið betri. Ég hefði verið algjör skúrkur ef ég hefði klúðrað vítinu líka,“ sagði Baldur. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar frá upphafi og segir Baldur að Garðbæingar séu að læra að vera í fremstu röð á Íslandi. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom í Stjörnuna. Þegar ég talaði við Rúnar (Pál) og stjórnarmenn þá fannst mér svolítið að við værum að læra að vera toppklúbbur. Við erum kannski 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH,“ sagði Baldur. Sjáðu allt viðtalið við Baldur í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30
Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13