Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 16. september 2018 21:10 Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli. Húsnæðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli.
Húsnæðismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira