„Ekki sjálfsagt að geta orðið ófrísk“ Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2018 22:00 Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það er algengara en fólk heldur að konur missi fóstur en umræðan um þessi mál hefur ekki verið áberandi. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sagði Sindra Sindrasyni sögu sína af fósturmissi í Íslandi í dag. Eva Laufey giftist æskuástinni sinni Haraldi Haraldssyni fyrir tveimur árum og áttu þau þá fyrir eina dóttur, Ingibjörgu Rósu sem nú er 4 ára gömul. Fyrir ári síðan bættist önnur dóttir við í fjölskylduna en þá fæddist Kristín Rannveig. Hjónin fundu um leið og yngri dóttirin fæddist að þau langaði að eignast þriðja barnið. „Ég segi að ég gleymi fæðingunni hratt og var strax farin að hugsa um þriðja barnið“.Fékk ónotatilfinningu á meðan að á tökum stóð Eva segist vera manneskja sem veit nákvæmlega hvað hún vill gera í lífinu, og er því búin að lista því upp sem hún ætlar að gera fyrir fram. Þegar í ljós kom að Eva var ófrísk af þriðja barni hjónanna fór því allt á fullt, nöfn valin, húsið skipulagt og framtíðin skipulögð. „Ég hélt að þetta væri alltaf nákvæmlega eins, ég á tvær hraustar og heilbrigðar stelpur og það gekk allt mjög vel og af hverju ætti þetta ekki að ganga líka jafnvel“. En þegar Eva var komin tíu vikur á leið missti hún fóstrið. Eva tók eftir blæðingum og fékk strax ónotatilfinningu, kláraði vinnudaginn og hélt að honum loknum í skoðun. „Ég fékk að koma upp á spítala og þar tóku á móti mér yndislegar hjúkkur ljósmóðir og svo læknir, þá kom í ljós að það var ekki hjartsláttur og ekki í lagi með þetta fóstur“. „Það kom mér mjög mikið á óvart hvað þetta er mikil sorg, fóstrið er ekki það stórt en væntingar og þrár eru orðnar stórar þetta er orðinn hluti af okkar lífi“ segir Eva.Hefur fengið fjölmörg skilaboð frá konum Eva segist ekki bara hafa fundið fyrir sorg heldur líka sektarkennd, hún taldi að hún hlyti að hafa gert eitthvað rangt. Eva byrjaði að efast um mataræði hennar og jafnvel hlaupahraða. Algengt er að konur sem lenda í fósturmissi kenni sjálfri sér um hvernig fer og fékk Eva mörg skilaboð frá konum sem höfðu verið í sömu stöðu. Eva segist þó vita að sú hugmynd er fráleit. Eva þakkar fyrir að hún hafi eignast tvö börn áður en þessi staða kom upp. Þegar ég skrifaði þetta fékk ég skilaboð frá konum sem hafa aldrei sagt frá en hafa upplifað fósturmissi allt að 10 sinnum. „Þegar ég horfi á stelpurnar mínar tvær, sé ég hvað þetta er mikið kraftaverk að geta orðið ófrísk og geta fætt heilbrigð börn, þetta er ekki sjálfsagt.“ Eva segist halda að fósturmissir sé enn tabú í samfélaginu, konur þori ekki að stíga fram og segja frá sorginni vegna hræðslu við skilningsleysi annarra. Skilaboð Evu til þeirra kvenna og para sem hafa lent í aðstæðum sem þessum eru þau að vera ekki feimin við að sýna tilfinningar,sama hversu stutt meðgangan var.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira