Kínversk lög og íslensk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 09:00 Magnús segir kínverskuna ekki eins erfiða og hún hljómi – aðalatriðið sé að ná taktinum. Fréttablaðið/Anton Brink Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Tónlistarmenn frá Tónlistarakademíu Kína eru sérstaklega komnir til Íslands til að spila á hátíðartónleikum í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld með íslenskum kollegum. Á efnisskrá eru bæði kínversk og íslensk lög. Tilefnið er tíu ára afmæli Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Kína. Magnús Björnsson er forstöðumaður stofnunarinnar og segir það skemmtilegt embætti. „Það er alltaf fjör hjá okkur, eitthvað nýtt í gangi, bæði í kínverskukennslunni og svo reynum við að efna til áhugaverðra viðburða reglulega, fá fyrirlesara og listafólk að utan.“ Allt rímar þetta við tilgang Norðurljósa sem er sá að stuðla að aukinni fræðslu meðal Íslendinga um kínverska tungu, menningu og samfélag með námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum. Um fimmtán nemendur hófu kínverskunám í haust við HÍ, að sögn Magnúsar, flestir íslenskir. „Fyrri tvö árin eru tekin hér en þriðja árið í Kína,“ lýsir hann og segir fjölda fólks hafa útskrifast á þeim tíu árum sem námið hefur verið í boði. Sumt vinni í opinberri þjónustu, annað sé hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína. „Í ferðaþjónustu er kínverskumælandi fólk ómetanlegt vinnuafl, einhverjir eru í þeim bransa,“ segir hann. „Ákveðinn hópur hefur líka ákveðið að snúa ekki heim aftur frá Kína, heldur hefur ílengst þar.“ Magnús hefur stýrt Konfúsíusarstofnuninni á Íslandi í sex ár. Hann talar og skrifar kínversku á hverjum degi. „Ég dvaldi í Kína í ein sjö ár, bæði við nám og vinnu og lærði tungumálið þar. Kínverskan er vissulega ólík íslenskunni en ef áhugi er fyrir hendi er ekkert óyfirstíganlegt og þegar maður er aðeins búinn að ná taktinum og undirstöðuatriðunum er hún ekki eins erfið og hún hljómar og sýnist.“ Auk tónleikanna í Hörpu verður dagskrá í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun milli klukkan 16.30 og 17.30 sem öllum er opin endurgjaldslaust. Þar koma meðal annars fram kínverskir nemendur á tónlistarbraut, komnir um langan veg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira