Bílabylting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. september 2018 07:00 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun