Fótbolti

Meistaradeildin hefst í kvöld með nýjum leiktímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor.
Sergio Ramos togar niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum síðasta vor. Vísir/Getty
Meistaradeildartímabilið hefst fyrir alvöru í kvöld þegar riðlakeppnin fer af stað með átta leikjum. Þeir munu hins vegar ekki fara fram á sama tíma eins og síðustu ár. Á því hefur orðið breyting.

Leikirnir hafa undanfarin ár farið allir fram klukkan 18.45 (19.45 á vetrartíma) en UEFA ákvað að breyta því að skipta leikjum hvers dags upp í tvo hópa.

Undantekningin undanfarin ár hafa verið leikir í Rússlandi, vegna tímamismunar, en núna geta aðdáendur Meistaradeildarinnar alltaf gengið að tveimur leikjum í þráðbeinni á bæði þriðjudegi og miðvikudegi.





Tveir leikir munu hefjast klukkan 16.55 á hverjum degi og restin af leikjunum verða síðan flautaðir á klukkan 19.00 að íslenskum tíma.

Í kvöld verða leikir Internazionale-Tottenham og Barcelona-PSV klukkan 16.55 en hinir sex leikir dagsins hefjast klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport sýnir beint báða leikina í fyrri bálknum en í þeim seinni verða sýndir beint leikir Liverpool-PSG, Mónakó-Atletico Madrid og Club Brugge-Dortmund. Fimm leikir verða því í beinni á sportstöðvunum í kvöld.

Manchester United er eina enska liðið sem mun aldrei spila snemma á deginum en tveir útileikir Tottenham (á móti Inter Milan og PSV Eindhoven) og einn útileikur hjá Manchester City (Hoffenheim) og Liverpool (Rauða stjarnan) verða spilaðir klukkan 17.00 (18.00 þegar breytt verður í vetrartíma).

Manchester City, Manchester United, Liverpool og Tottenham spila aftur á móti alla heimaleiki í seinni bálknum, það er klukkan 19.00 eða 20.00 þegar vetrartíminn verður tekinn upp eftir 28. október.

BBC tók saman hvaða leikir fara fram í fyrri bálknum á hverjum leikdegi Meistaradeildarinnar og má sjá þá hér fyrir neðan.



Leikir í Meistaradeildinni sem fara fram klukkan 17.00 (klukkan 18.00 eftir 28. október)

Fyrsta umferð

Þriðjudagur 18. september

B-riðill: Barcelona v PSV Eindhoven, Inter Milan v Tottenham Hotspur

Miðvikudagur 19. september

E-riðill: Ajax v AEK Athens

F-riðill: Shakhtar Donetsk v Hoffenheim

Önnur umferð

Þriðjudagur 2. október

F-riðill: Hoffenheim v Manchester City

H-riðill: Juventus v Young Boys

Miðvikudagur 3. október

C-riðill: Paris St-Germain v Red Star Belgrade

D-riðill: Lokomotiv Moscow v Schalke

Þriðja umferð

Þriðjudagur 23. október

E-riðill: AEK Athens v Bayern Munich

H-riðill: Young Boys v Valencia

Miðvikudagur 24. október

A-riðill: Club Brugge v Monaco

B-riðill: PSV Eindhoven v Tottenham Hotspur

Fjórða umferð

Þriðjudagur 6. nóvember

A-riðill: Monaco v Club Brugge

C-riðill: Red Star Belgrade v Liverpool

Miðvikudagur 7. nóvember

G-riðill: CSKA Moscow v Roma

H-riðill: Valencia v Young Boys

Fimmta umferð

Þriðjudagur 27. nóvember

E-riðill: AEK Athens v Ajax

G-riðill: CSKA Moscow v Viktoria Plzen

Miðvikudagur 28. nóvember

A-riðill: Atletico Madrid v Monaco

D-riðill: Lokomotiv Moscow v Galatasaray

Sjötta umferð

Þriðjudagur 11. desember

D-riðill: Galatasaray v Porto, Schalke v Lokomotiv Moscow

Miðvikudagur 12. desember

G-riðill: Real Madrid v CSKA Moscow, Viktoria Plzen v Roma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×