Firmino hetjan í uppbótartíma gegn PSG │Sjáðu öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino og Klopp í stuði í kvöld.
Firmino og Klopp í stuði í kvöld. Vísir/Getty
Roberto Firmino tryggði Liverpool dramatískan 3-2 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar tímabilið 2018/2019. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Liverpool byrjaði leikinn af rosalegum krafti. Liðið var miklu betri aðilinn og komst verðskuldað yfir með marki frá Daniel Sturridge eftir hálftíma-leik. Hann skoraði með skalla eftir glæsi fyrirgjöf Andy Robertson.

Heimamenn voru ekki hættir. Þeir fengu vítaspyrnu sex mínútum síðar. Á punktinn steig James Milner og hann klikkaði ekki. Búinn að skora tíu mörk úr síðustu tíu vítum. Mögnuð tölfræði.

PSG náði inn mikilvægu marki skömmu fyrir leikhlé er Tomas Meunier tók boltann skemmtilega og hamraði honum í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri. 2-1 fyrir Liverpool í hálfleik.

Það var svo sjö mínútum fyrir leikslok er Kylian Mbappe jafnaði metin. Mo Salah átti þá skelfilega þversendingu sem leiddi til upphlaups PSG. Boltinn til Mbappe og eftirleikurinn auðveldur.

Dramatíkin var ekki öll. Í uppbótartíma var komið að varamanninum Roberto Firmino sem skoraði eftir laglegan einleik en varnarleikur PSG var skelfilegur í aðdraganda marksins. Lokatölur 3-2.

Í sama riðil gerðu Rauða Stjarnan og Napoli markalaust janftefli. Liverpool því á toppi riðilsins með þrjú stig en Napoli og Rauða Stjarnan með eitt á meðan PSG er með ekkert stig eftir fyrstu umferðina.

Lið Dortmund fyrir leikinn í kvöld en þeir unnu afar góðan sigur á Club Brugge á útivelli.vísir/getty
Dortmund vann góðan sigur á Club Brugge á útivelli og Atletico Madrid byrjar á sigri. Galatasary rúllaði yfir Lokomotiv Moskvu í D-riðlinum og í Þýskalandi gerðu Schalke og Porto 1-1 jafntefli.

A-riðill:

Club Brugge - Dortmund 0-1

0-1 Christian Pulisic 85.

Mónakó - Atletico Madrid 1-2

1-0 Samnuel Grandsir 18., 1-1 Diego Costa 32., 1-2 Jose Gimenez 45.

C-riðill:

FK Crvena Zvezda - Napoli 0-0

Liverpool - PSG 2-2

1-0 Daniel Sturridge 30., 2-0 James Milner - víti 36., 2-1 Thomas Meunier 40., 2-2 Kylian Mbappe 83.

D-riðill:

Galatasary - Lokomotiv Moskva 3-0

1-0 Garry Rodriguez 9., 2-0 Eren Derdiyok 67, 3-0 Selçuk Inan - víti 90.

Schalke - Porto 1-1

1-0 Breel Embolo 64., 1-1 Otavio - víti 75.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira