Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína harðnar verulega Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Vísir/AP Bandaríkin ætla að beita Kína nýjum tollum á um innfluttar vörur sem samsvara um 200 milljörðum dala. Það eru umfangsmestu tollar Bandaríkjanna gagnvart Kína hingað til og er útlit fyrir að þeir verði enn umfangsmeiri á næstunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Trump sagði tollunum ætlað að stöðva „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja. „Við höfum verið mjög skýrir um hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað og við höfum gefið Kína næg tækifæri til að koma fram við okkur af meiri sanngirni. En, enn sem komið er, hafa Kínverjar ekki viljað breyta háttalagi sínu,“ sagði Trump.Yfirvöld Kína segja að þeir muni bregðast við tollunum með eigin tollum, um leið og tollar Bandaríkjanna taka gildi. Þrátt fyrir að Trump hafi heitið því að auka tolla Bandaríkjanna enn fremur, svari Kínverjar með eigin tollum. Trump lýsti þeim tollum sem „þriðja fasa“ viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.Samkvæmt Reuters myndu „þriðja fasa“ tollarnir ná yfir nánast allar þær vörur sem Bandaríkin kaupa af Kína.Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína segir ekkert um hvernig Kínverjar munu svara tollum Trump. Hins vegar segir að óvissa ríki nú varðandi viðræður ríkjanna. „Kína hefur ávalt lagt áherslu á að eina leiðin til að leysa viðskiptadeilur Kína og Bandaríkjanna sé með viðræðum á grundvelli jafnréttis, sanngirni og virðingar. Aðgerðir Bandaríkjanna gefa þó í skyn að þeir séu ekki tilbúnir til að sýna einlægni eða góðvilja.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríkin ætla að beita Kína nýjum tollum á um innfluttar vörur sem samsvara um 200 milljörðum dala. Það eru umfangsmestu tollar Bandaríkjanna gagnvart Kína hingað til og er útlit fyrir að þeir verði enn umfangsmeiri á næstunni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að tollarnir myndu taka gildi 24. september og þeir yrðu tíu prósent. Hins vegar munu þeir hækka í 25 prósent um áramótin ef ríkin tvö gera ekki nýjan viðskiptasamning. Trump sagði tollunum ætlað að stöðva „ósanngjarna viðskiptahætti“ Kínverja. „Við höfum verið mjög skýrir um hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað og við höfum gefið Kína næg tækifæri til að koma fram við okkur af meiri sanngirni. En, enn sem komið er, hafa Kínverjar ekki viljað breyta háttalagi sínu,“ sagði Trump.Yfirvöld Kína segja að þeir muni bregðast við tollunum með eigin tollum, um leið og tollar Bandaríkjanna taka gildi. Þrátt fyrir að Trump hafi heitið því að auka tolla Bandaríkjanna enn fremur, svari Kínverjar með eigin tollum. Trump lýsti þeim tollum sem „þriðja fasa“ viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.Samkvæmt Reuters myndu „þriðja fasa“ tollarnir ná yfir nánast allar þær vörur sem Bandaríkin kaupa af Kína.Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína segir ekkert um hvernig Kínverjar munu svara tollum Trump. Hins vegar segir að óvissa ríki nú varðandi viðræður ríkjanna. „Kína hefur ávalt lagt áherslu á að eina leiðin til að leysa viðskiptadeilur Kína og Bandaríkjanna sé með viðræðum á grundvelli jafnréttis, sanngirni og virðingar. Aðgerðir Bandaríkjanna gefa þó í skyn að þeir séu ekki tilbúnir til að sýna einlægni eða góðvilja.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira