Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Þórgýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2018 06:45 Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. Vísir/Getty Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira