Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi bandaríska forsetaembættisins, greindi frá því þann 10. september að verið væri að undirbúa slíkan fund en viðræður á milli ríkjanna virðast vera í algjörri pattstöðu vegna kjarnorkumála.
Á mánudag kröfðust Bandaríkin þess svo að önnur ríki Sameinuðu þjóðanna virtu viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að líta „ólöglegar kjarnorku- og eldflaugaáætlanir“ Norður-Kóreu alvarlegum augum.
Bandaríkjamenn sökuðu Rússa um að brjóta gegn samþykktum þvingunaraðgerðum. Voru Rússar sagðir hafa flutt olíu og aðrar vörur í tonnatali til Norður-Kóreu. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði á fundi öryggisráðsins að yfirvöld í Moskvu hefðu á kerfisbundinn hátt reynt að koma sér hjá því að framfylgja þvingununum og reyna að hylma yfir brotin.
Stefnir í annan fund með Trump

Tengdar fréttir

Leiðtogar Kóreuríkjanna föðmuðust við upphaf heimsóknar Moon til Pyongyang
Mörg hundruð Norður-Kóreumanna tóku á móti suður-kóreska forsetanum á flugvellinum í Pyongyang og veifuðu fánum.

Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu.

Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið
Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum