Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 08:50 Thomas Borgen, forstjóri bankans, til hægri. Vísir/Getty Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans. Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi.Bankinn hefur á undanförnum mánuðum orðið miðpunktur risastórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í dag niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins. Í henni kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti.Þó sé ljóst að 200 milljarðar evra, um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna, hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 en lögmaður bankans sagði á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt í morgun að stór hluti þeirrar upphæðar sé talinn tengjast peningaþvætti. Í frétt Bloomberg segir að upphæðin sé jafngildi nífaldrar landsframleiðslu Eistlands á síðasta ári. Virði hluta í Danske Bank hefur hríðfallið vegna málsins.Vísir/GettyÁtta starfsmenn tilkynntir til lögreglu Bankinn segist hafa rannsakað peningafærslur fimmtán þúsund viðskiptavina útibúsins í Eistlandi. Gögn um viðskiptavinina og færslur hafi verið afhentar yfirvöldum. Í yfirlýsingu segir Borgen að hann hafi sýnt af sér ábyrgðarleysi og vilji axla ábyrgð með því að segja af sér sem forstjóri bankans. Hann muni þó starfa áfram þar til eftirmaður hans verði fundinn. Þá hefur bankinn ákveðið að leggja 1,5 milljarð danskra króna, 25 milljarða íslenskra króna, í sérstakan sjóð sem ætlaður sé að berjast gegn alþjóðlegum efnahagsglæpum, þar með talið peningaþvætti. Þá hefur bankinn tilkynnt átta starfsmenn bankans til lögreglu vegna málsins auk þess sem að búast má við að bankanum verði gert að greiða háa sekt vegna málsins. Hlutabréf í bankanum hafa fallið talsvert vegna málsins og þá hafa hátt í 30 þúsund viðskiptavinir hætt viðskiptum við hann.Upphaf málsins má rekja til rússneska lögmannsins Sergei Magnitsky en um miðjan síðasta áratug sýndi hann fram á það að rússneskir embættis- og glæpamenn stunduðu það að stela skattfé og koma því undan með því að brúka evrópska banka. Talið er að brotin hafi staðið yfir frá 2007 til 2015 og að fé frá löndum á borð við Rússland, Moldóvu og Aserbaídsjan hafi farið skítugt inn í eistneska dótturfélagið en komið þaðan hreint út.Hér má nálgast beina lýsingu DR frá blaðamannafundi bankans.
Danmörk Eistland Moldóva Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Peningaþvætti Danske Bank til saksóknara Talið er að eistneskt dótturfyrirtæki Danske Bank hafi verið notað til að þvætta illa fengið fé rússneskra embættismanna. Áætlað er að um 53 milljarðar danskra króna hafi farið í gegnum bankann. 7. ágúst 2018 06:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent