Misjafnt gengi síðustu tveggja bikarmeistara í fyrsta leik eftir bikarfögnuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 16:00 Þórarinn Ingi Valdimarsson með bikarinn og í miðri mjólkursturtu. Vísir/Daníel Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP] Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar spila í kvöld mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsideildar karla í fótbolta en þetta er líka fyrsti leikur Garðabæjarliðsins eftir að liðið tryggði sér sigur í Mjólkurbikarnum. Stjörnumenn taka á móti KA á Samsung vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni Stöð 2 Sport 4. Stjarnan getur minnkað forystu Vals á toppnum í eitt stig með sigri en misstígi Garðbæingar sig og tapi leiknum þá geta Valsmenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð. Stjarnna vann 2-1 sigur á KA í fyrri leiknum á Akureyri en á dögunum hjálpuðu KA-menn Stjörnumönnum í toppbaráttunni með því að taka stig af Valsmönnum fyrir norðan. Stjörnumenn þurfa nú að koma sér niður á jörðina eftir fyrsta bikarmeistaratitil félagsins. Það er óhætt að segja að það hafi verið ýmist í ökkla eða eyra hjá síðustu tveimur bikarmeisturum í fyrsta leik sínum eftir bikarfögnuðinn. Eyjamenn unnu bikarinn í fyrra en töpuðu síðan á heimavelli á móti Víkingi úr Ólafsvík í næsta leik. Þetta var síðasti sigur Víkinga á tímabilinu en þeir fengu aðeins 3 stig í síðustu sjö leikjum sínum og féllu úr deildinni. Árið áður fóru nýkrýndir bikarmeistarar Vals aftur á móti á kostum í 7-0 heimasigri á Víkingum úr Reykjavík. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu allir tvö mörk í leiknum. Sigurður Egill hafði skorað bæði mörkin í bikaúrslitaleiknum. Frá því að bikarúrslitaleikurinn var færður aftur inn á tímabilið sumarið 2010 hafa nýkrýndir bikarmeistarar fagnað sigri í 4 af 8 leikjum sínum eftir bikarfögnuðinn. Það má sjá alla þessa leiki hér fyrir neðan.Fyrsti leikur bikarmeistara eftir bikarúrslitaleik 2010-2017:2017 ÍBV vann 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik 12. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 tap á heimavelli á móti Víkingi Ó. 16. ágúst [TAP]2016 Valur vann 2-0 sigur á ÍBV í bikaúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 7-0 sigur á heimavelli á Víkingi R. 18. ágúst [SIGUR]2015 Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik 15. ágúst Fyrsti leikur: 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fjölni 20. ágúst [JAFNTEFLI]2014 KR vann 2-1 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleik 16. ágúst Fyrsti leikur: 1-0 sigur á heimavelli á móti Fjölni 20. ágúst [SIGUR]2013 Fram vann Stjörnuna í vítakeppni í bikarúrslitaleik 17. ágúst Fyrsti leikur: 3-2 tap á útivelli á móti Stjörnunni 22. ágúst [TAP]2012 KR vann 2-1 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik 18. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 sigur á útivelli á FH 23. ágúst [SIGUR]2011 KR vann 2-0 sigur á Þór í bikarúrslitaleik 13. ágúst Fyrsti leikur: 2-1 sigur á Þór á útivelli 18. ágúst [SIGUR]2010 FH vann 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleik 14. ágúst Fyrsti leikur: 3-1 tap á útivelli á móti Grindavík 19. ágúst [TAP]
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira