Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 18:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57